Árið 2012

Komið 2012 og mars þar að auki og fyrsta bloggið mitt á árinu, það er nottlega ekki í lagi;) Ekki að það hafi mikið gerst af því sem liðið er af árinu. 

Katla mín fór í upphafi árs í háls- og nefkirtlatöku sem gekk algjörlega eins og það átti að gera, hún var ótrúlega dugleg og sterk í þessu eins og þetta er óþægileg aðgerð. Vorum heima í 2 vikur og síðan tók venjulega lífið bara við. Eftir aðgerðina hefur hún sofið betur og borðar líka betur, því hún var komin með kæfisvefn og átti erfitt með að borða allan mat vegna stærðar kirtlanna. Hefur heldur ekki fengið kvef síðan hún losnaði við þetta sem er frábært. Hún er ótrúlega skýr stelpa og þarf að fá útskýringar á öllu sem hún sér og heyrir, búin að læra stafrófið og hljóð stafanna og næst á dagskrá hjá okkur mæðgum er að læra að tengja hljóðin saman;) Brynja er búin að kenna henni að spila ólsen ólesen, veiðimann og fleiri spil og finnst henni það mjög gaman að spila;)

Brynjan mín stóð sig eins og hetja í prófunum þrátt fyrir að lenda í veikindum rétt fyrir þau en náði öllum með glans. Hún er enn á kafi í boltanum, reyndar búin að vera í æfingafrii núna vegna veikinda í smá tíma en fer að fara af stað aftur. Dugnaðarforkur;) Fer í útskriftarferð til Benidorm í haust og er kominn spenningur fyrir því;)

Ég sjálf er nokkuð góð, var að koma enn einu sinni úr æðahnútaaðgerð sem gekk nokkuð vel bara en þarf að fara aftur í maí þar sem ekki náðist að gera við alveg allt núna, en þá verður bara sprautað í restina þannig að það er minna mál. Verð í fríi núna til 26 mars og fer svo aftur s..s í maí. Fór líka að láta hreinsa af mér fæðingabletti úr andliti sem gekk alveg skafið líka enda svo sem ekki stórmál. En gott að ljúka því af. Fer í sumarfrí 27 maí finnst það pínu snemmt en svona er þetta bara, næ að vera helminginn af leikskólafríinu með Kötlu og eins og venjulega verður hún seinnihlutann hjá pabba sínum. Síðan er hún að fara til Svíþjóðar 6 júní þar sem Rakel Ýr er að útskrifast sem stúdent og kemur aftur heim 10 júní. Fer með ömmu sinni og afa og frænkum þar sem pabbi hennar verður farinn út.

Veit ekki hvað maður gerir í fríinu þar sem bensínið hækkar upp úr öllu og maður hreinlega hefur ekki efni á því að fara nokkuð en það er hægt að gera margt skemmtilegt hér á Akureyri samt sem áður eins og í fyrra bara;) En maður er að verða pínu þreyttur á ástandi þjóðarinnar, kem ekki til með að halda íbúðinni minni með þessu áframhaldi, maður er búinn að berjast í 4 ár en nú er að verða komið að því að maður hefur ekki svigrúm til að berjast meira því miður. En það reddast einhvern veginn.

Ef ég væri kjörkuð myndi ég ekki hika við að fara af landinu, en ég hef ekki þann kjark og þor sem þarf, og svo líka snýst þetta svolítið mikið um Kötlu að hún fái að alast upp í sínu landi. En spurning um að fara á einhvern minni stað en Akureyri þar sem bæði er hér láglaunasvæði og mjög dýrt að leigja t.d. ef allt fer á versta veg. Lánið sem ég tók yfir þegar ég keypti íbúðina 2009 er búið að hækka um tæpar 4 milljónir sem er nottlega langt frá því að vera eðlilegt. Bensínlíterinn kominn í 265 krónur minnir mig miðað við síðustu hækkun og matarkarfan hækkar og hækkar. Svo eru tveir hópar endalaust skertir en það eru örykjar og einstæðir foreldrar. Hvernig er hægt að ætlast til að ein manneskja með 2 börn borgi jafn mikið og tvær fyrirvinnur með 2 börn, þetta er fáránlegt system hér, í Bretlandi og Noregi og eflaust á fleiri stöðum er þetta öðruvísi....en það sem merkilegra er að það heyrist ekki í neinum það er eins og öllum finnist þetta bara í lagi.

Fór í æðahnútaaðgerð t.d. 2009 og svo aftur núna og aðgerðin hefur hækkað um 20 þús á þessum tíma og búið að skerða endurgreiðsluna þannig að bara þetta er rugl.

Best að hætta þessu neikvæðnishjali, sumum gengur vel þrátt fyrir kreppu en sumir eru líka á vonarvöl því miður.

Ætla að fara og leggjast með tær upp í loft og íhuga lífið

Eigið góða daga þið sem lesið

Yfirliði kveður..... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband