Góðan daginn gott fólk og velkomin á fætur

Maður nottlega bara í sveitagírnum og vöknuð kl 05 tja reyndar aðeins fyrr en gat ekki sofnað aftur. Búin að klæða mig og gera mig klára, borða hafragrautinn minn, taka vítamínin mín og kl bara 06.30 og geri aðrir betur. Allir sofandi nema ég og hlusta á hroturnar í litla geninu mínu. Hún var vakandi þegar ég vaknaði eða ég hélt það, en ég er búin að komast að raun um að hún sefur stundum með augun opin frekar óhugnarlegt.

Virðist ætla að verða fallegt veður í dag líka, en svo var verið að hrella mig að ætta að verða kalt aftur, hef líklega verið of fljót á mér að hendast í stuttbuxurnar, tja það má troða þeim niður aftur líklega.

Er að fara til dr Péturs í dag, búin að vera með undarlegan verk í kjálkanum undanfarna daga svona í húðinni svo í gær fann ég að ég er komin með risahnút undir húðinni og vont að koma við, þori ekki annað en að láta tékka, er líka hrikalega slæm í hálsinu þessa dagana og verð held ég að fá Ibufen við því..damn

Fór og spjallaði við góðan mann í gær og ræddum við margt og mikið og ætla ég að fara aftur að spjalla við hann á mánudag, oft gott að tala við fólk sem maður þekkir ekki, komst að mörgu um sjálfan mig svona þegar ég fór að velta vöngum eftir á. T.d. er ég ekki geðbiluð heldur bara manneskja með eðlilega líðan miðað við aðstæður. Ekki það að ég vissi það nú alvegLoL

Erum að fara að sýna íbúðina í dag kl 15.30 leigjandinn lofaði að hafa íbúðina snyrtilega spurning hvort hann standi við það, hef ekki mikla trú á því, en það á nú eftir að koma í ljós. Sendi mér sms í fyrrakvöld til að spyrja hvort ég ætti ekki heima á akureyri, hefur líklega ætlað að hrella mig eitthvað, ég sendi bara til baka jú en var að spá í að bæta við "er bara mikið fyrir sunnan er nefnilega í lögregluskólanum" það hefði verið fyndið W00t

Döggin fer í dag suður, fer í skólann til 9.30 en þá sæki ég hana og skutla henni heim, Hildur ætlar svo að sjá um að sækja hana og skutla upp í Hamar með draslið, jájá allir að hjálpast að. Ætlaði að fara með íspinna á Bubbakot í dag en ætla að geyma það til mánudags held ég en sé til kannski spænist ég og fjárfesti í ís á milli vitjana væri kúl svona fyrir helgina:)

Ofursjúlli kveður - með kylfu á loftiPolice


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband