Hvað er hamingja

Oft pælt í þessu, hvað er hamingja. Í mínum huga er hamingja að vera ástfangin, eiga tíma með fjölskyldunni og fleira í þessum dúr. Það er engin skilgreining til hvað hamingju varðar sem er kannski ekkert skrýtið þar sem eflaust upplifir fólk hamingju mjög ólíktLoL I am deep tonight enda get ég ekki sofið ekki enn allavega. Litla genið hrýtur hérna hjá mér, en ég er með hausverk og illt í hálsinum og  augunum, ætti s.s. að vera sofandi bara.

Vinnan gekk eins og alltaf alveg brill í dag. Fékk ekki þá aukningu sem ég hafði vonast eftir en líklega kemur hún inn í haust DAMN. En ég s.s. held þá áfram að vera í Víðilundi og sinna fólkinu í blokkunum þar sem er mjög fínt. Fer í sumarfrí 17 júlí -20 ágúst eitthvað svoleiðis og er það hrein og tær snilld. Langar að fara til útlanda en geymi það til næsta sumar, hef efni á því vonandi þá yeah right:)

Brynja búin að vera hundlasin síðan á mánudag, með háan hita, hálsbólgu og ljótan hósta, líklega flensan og er hundlasin enn með hósta og hálsbólgu, held hún sé orðin hitalaus en það er þá bara fyrsti hitalausi dagurinn í dag. Ætlar að fara að vinna á Goðamóti í fyrramálið og verður gott fyrir hana að komast aðeins út efast ekki um það.

Katla fór með síðbúna afmælisköku á Bubbakot í dag með smartís og læti:) Fekk aðra afmælisgjöf frá Önnu og Svenna, voða sæta peysu:)

Ætla að fara að sofa er ótrúlega þreytt en get eflaust ekki sofnað.

Ofursjúlli kveður 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Sigfúsdóttir

Ósk mín til þín er að þú verðir alltaf hamingjusöm en ég held að maður ráði því pínulítið sjálfur

Ragnheiður Sigfúsdóttir, 28.3.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband