30.3.2009 | 20:33
Brjálað veður
Var að lesa á mbl.is að það sé brjálað veður á öllu landinu eiginlega, mikið er gott að búa á Akureyri, bara blíðan hér og búið að vera í allan dag. Ekkert að veðri alla vega ekki hér á brekkunni.
Annars er fínt að frétta, við Katla skutluðum Brynju á æfingu og fórum svo og vorum í kaffi og Katla í mat hjá Hillu, Brynhildur og Katla eru orðnar svo góðar að leika sér saman að það er bara snilld, Brynhildur er sko STÓRA frænkan í sambandinu og finnst Katla vera svona littla baddnið Síðan sóttum við Brynju aftur og ákváðum að sækja okkur eina litla pizzalufsu í leiðinni. Var reyndar ekki borðað mikið af henni. Katla er núna að horfa pínu á stubbana og svo er það bara bælið hjá henni fljótlega.
Ég er komin með 19 búta í teppinu sem ég er að hekla þannig að mér skilst að þá eigi ég BARA eftir að hekla 180 búta ca haha ótrúlegt. En mjög gaman að grípa í þetta, ætla að fara á morgun og kaupa mér garn og prjóna mér ermar úr Nora garni sem á víst að koma nokkuð vel út...gott að hafa það með svona, verður svolítið leiðigjarnt að hekla alltaf eins. Ótrúlega dugleg núna. Er svo búin að panta mér snið og ætla að sauma mér svokallaðan egg kjól jájá allt að gerast.
Byrjaði að hreyfa mig í gær, fór í góðan göngutúr og boxaði aðeins og gerði styrktaræfingar, svo í dag hljóp ég tæpa 3 km og boxaði og gerði styrktaræfingar jájá nú skal bumbunni sagt stríð á hendur, skyldi einhver hafa heyrt þetta áður hjá mér
Best að fara að bursta tennurnar í barninu, greinilega komin með nóg af stubbunum og farin að geispa hérna.
Ofursjúlli kveður í lærdómshugleiðingum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
baaaara 180 ;) gó görl! Egg kjóll líka á dagskrá hér, og svo nýji kjóllinn m ermunum hefurðu séð hann?
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 1.4.2009 kl. 08:18
Greinilega alltaf nóg að gera hjá þér frú Erna, ein hekludúlla á dag kemur skapinu í lag, ef það skyldi vera vont ! ha, ha., eða þannig, einn kjóll, hvað er það á milli vina. Bestu kveðjur, Kolla Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 1.4.2009 kl. 12:30
ég held ég verði bara að fara að læra að hekkla eða prjóna!
sama hvert ég lít þar er verið að próna eitthvað :)
en talandi um hamingjuna þá finnst mér hún vera augnablik hér og þar, svona tilfinning sem hellist yfrimann í smá stund en hverfur svo jafn fljótt aftur :) Kanski svona staðfesting á að því að vera á réttum stað....:)
svava (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.