9.4.2009 | 06:28
Páskafrí
Páskafrí dottið í hús, bara gaman að því. Varð samt ekkert mjög hissa í fyrrinótt þegar ég vaknaði með hálsbólgu og beinverki, skeður alltaf ef skrokkurinn veit að frí er framundan. Er samt skárri í dag, bara með hálsbólgu og kvef Katla færði sínum dagpabba páskaeggjakörfu í gær og kvaddi vel og vandlega ekkert nema montið enda komin í frí fram á þriðjudag.
Fallegt veður úti núna, algert logn og blíða bara, verð vonandi í stuði til að vera eitthvað úti í dag, fáum okkur kannski göngu í kerrunni ég og litla genið, stóra genið er að fara í fjallið en hún var þar eiginlega í allan gærdag á bretti, enda veðrið til að vera þar. Komið mikið af ferðafólki í bæinn svona því sem næst eingöngu til að fara á skíði:)
Fæ vonandi bréf eftir páska um leikskólaúthlutun, bréfin voru send út í fyrradag en hef samt ekkert fengið doldið duló. En efast ekki um að hún hefur fengið leikskóla bara spurning um hvaða, langar mest í einn sem er úti í þorpi því ég ætla mér að reyna að kaupa mé á því svæði og því væri eiginlega best að hún gæti verið á leikskóla sem er sem næst hennar heimili og þeim skóla sem hún kæmi til með að fara í. Jájá skipulagið allt á fullu þessa dagana:)
Vona að maður geti farið að framkvæma alla þá hluti sem eru að hringla í hausnum á mér en ekki bara að hugsa um þá, þetta ástand í þjóðfélaginu er bara ekki fyndið lengur og hefur reyndar aldrei verið en mér finnst bara eins og það sé ekkert verið að gera allavega ekki okkur þessum vesalingum til hjálpar.
Annars er lífið bara nokkuð gott, stelpurnar sofa á sínu græna, Katla fer að vakna líklega allavega miðað við það sem hún er vön venjulega, annars var ég alveg handónýt um þarsíðustu helgi þegar ég vaknaði og kl var 09, ég varð svo rugluð leit á klukkuna og ætlaði bara ekki að trúa því að barnið hefði sofið svona lengi en jújú, merkilegt haha ég var lengi að ná mér.
Ætlum að borða saman á föstudaginn langa og páskadag stórfjölskyldan haha s.s. við, Hildur og dætur og pabbi, hangikjet á f-langa og rolluskjátu á páskadag, hún er alltaf best rollan. Pabbi gaf stelpunum sínum öllum páskaegg og ég ákvað að gefa ekki Kötlu annað en keypti handa henni Madagaskar 2 og hún er svo fyndin, góndi á hana í gær með Kötlu og hún er svo fyndin á köflum. Brynja fékk aftur á móti páskaegg og svo sendi ég Rakel eitt til Sverige..alltaf stemmari í því að fá páskaegg.
ER í svo raus um allt og ekki neitt skapi en ætla núna að fara að flakka aðeins á netinu
Ofursjúlli kveður í miklum pælingum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 06:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.