Alger þögn

Stundum er svo gott að vera svona einn vakandi, heyrist ekki múkk neinsstaðar nema í lyklaborðinu hjá mér núna. Vaknaði reyndar við einhvern gaur sem var með athyglissýki á háu stigi og gekk gaulandi EINN hérna niður Hamarsstíginn..en hann virtist sæll og glaður svo það skiptir meginmáli.

Lítið að gerast, get bara ekki sofið og ákvað því eins og venjulega að hringlast aðeins í tölvunnni, ætla nú samt að leggja mig aftur fljótlega. Sofnaði kl 21 í gærkvöldi og kannski ekkert skrýtið þó maður sé kominn upp. Hef ekki einu sinni nennt að prjóna eða hekla, ég sem var ákveðin í því að klára ermarnar á Kötlu fyrir páska en það gekk greinilega ekki eftir.

Mér líður engan veginn vel, andskotinn hafi það hvorki á sál né líkama, vildi ég gæti spólað nokkur ár fram í tímann eða aftur í tímann og yfir á svona vellíðunartímabil. Finnst þetta leiðindatímabil í mínu lífi alveg að verða gott sko, en sagt er að maður skapi sér svona sjálfur og auðvitað er það þannig en sumt getur maður ekki komið í veg fyrir né stýrt það er bara þannig.

Það er ekki mikið ónæði af mér hér á heimilinu þar sem það heyrist ekkert í mér ekki múkk, ég las heila bók fyrir Kötlu í gærkvöldi með því að hvísla hana, og það var svo fyndið að hún hvíslaði alltaf á móti, s..s. fór að tala í sama gírnum haha snillingur. Ég vona að enginn verði fúll ef ég ekki hringi eða svara ekki hringingum í dag því ég bara því miður ég get ekki talað þannig er það bara.

Kem ekki einu sinni til með að hafa ánægju af páskaegginu mínu þar sem bragðskynið er ekkert heldur þannig að ég ætla ekki að opna mitt fyrr en það kemur:)

Gleðilega páska alllir nær og fjær og þið örfáu hræður sem lesið þetta

Ofursjúlli kveðjur þegjandi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já láttu þér batna sem fyrst,það er svo sem nóg samt að glíma við hjá þér. En það birtir bráðum með blóm í haga og það fyrr en þú heldur. Maður bara verður að reyna að missa ekki jákvæðnina og bjartsýnina, þó hún sé ekki alltaf sjáanleg þá er hún þarna einhverstaðar. Trúðu mér, við komum alltaf niður standandi snúumst kannski aðeins á leiðinni niður en lendum á löppunum eins og kötturinn ;) Heyri í þér á morgun, lofaði Kötlu að knúsa hana á morgun, vonandi rífiði þetta úr ykkur gæskurnar mínar ....kv HillaPilla

hildur (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 18:25

2 Smámynd: Kolbrún Pétursdóttir

Gleðilega páska  frú Inga, vonandi skánar þér þessi pest sem fyrst. Það hljóta að koma bjartir dagar og betri tíð með hækkandi sól.   kveðja úr snjónum, Kolla Pé.

Kolbrún Pétursdóttir, 13.4.2009 kl. 10:21

3 Smámynd: Kolbrún Pétursdóttir

Sæl aftur frú ERNA (ekki Inga ! ) !! . dálítið gróft að geta ekki munað nafn skammlaust  , ekki alveg í lagi með mann! sennilega eitthvað bilað í kollinum á manni. Að öllum líkindum best að skerpa sellurnar með einhverju námi í haust, annars leggst allt í dvala  þarna uppi. kveðjur Kolla Pé.

Kolbrún Pétursdóttir, 13.4.2009 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband