14.4.2009 | 22:59
Þegjandi hás, skil meininguna núna
Jább þá er leikskólaplássið fyrir dömuna í höfn. Átti að fá bréf á miðvikudag en fékk ekki, átti að fá bréf í dag en fékk ekki þannig að það hefur líklega farið eitthvað annað en fékk það sent rafrænt bara í staðinn og hún má byrja á Holtakoti 11 maí takk fyrir í aðlögun jibbí.....verður samt skrýtið fyrir hana að hætta á Bubbakoti en það eru hvort sem er flestir krakkarnir að hætta þar en Anna og Svenni hafa bara verið svo einstök en svona er þetta:) Verða töluverðar breytingar hjá henni ræflinum á næstunni, nýtt heimili, nýr leikskóli og svona en maður verður bara að passa vel upp á hana og svona svo hún ruglist ekki alveg í þessu öllu:)
Ég er enn mállaus, er eiginlega hætt að skilja þetta dagur 6 að byrja á morgun, ætla nú að fara til læknis og láta kíkja á hálsinn á mér, það ískrar ekki einu sinni, ef ég ætla að tala þá bara verð ég að hvísla. Er með mikið kvef en eiginlega enga hálsbólgu samt, tja hérna, samt tek ég vítamín og borða hollt, spurning hvort andlegt álag spili eitthvað hér inni hmmm gæti verið. Þetta skeður alltaf orðið þegar ég fer í frí, hugsa að ég neiti því að fara í 4 vikna sumarfrí my gad..verð eflaust veik í 4 vikur hahah nei segi svona.
Katla svolítið ergileg í dag, mikið kvef í henni en átti alveg góð moment inn á milli blessunin. Farin að leika svo mikið með dúkkurnar sínar, skeinir þær hérna hægri, vinstri fussar og sveiar yfir skítalyktinni af þeim og svona.
Best að fara að sofa og reyna að vakna talandi í fyrramálið, get ekki farið í vinnuna svona algerlega mállaus, flestir skjólstæðingarnir mínir meira og minna með lélega heyrn þannig að þetta er ekki nógu gott.
Ofursjúlli kveður í þögn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.