16.4.2009 | 22:37
Randaflugur og sumar væri gott ef væri bara sumar án randaflugna!!
Dagurinn nokkuð verið tíðindalaus fyrir utan að ég sá randaflugur og my gad hvað hárin risu á mér, ef það er eitthvað sem ég ekki þoli þá eru það þessar röndóttu þyrlur *hrollur* þegar ég bjó á Húsavík, var nýflutt í sjúkrahúsíbúðina mína þá var ég í sturtu, sneri mér við og sat ekki þessi óhræsis röndótta hlussa beint á móti mér í sturtunni. Ég trylltist reif tjaldið frá (án þess að skrúfa fyrir) þaut berrössuð að símanum (gaman fyrir þá sem sáu inn um gluggana) hringdi neyðarkall í mömmu, vafði utan um mig rúmteppi og beið hríðskjálfandi þar til sú gamla kom og fannst nú dóttirin frekar illa gefin held ég, og pæliði í því að hún bjargaði ófétinu, en ég fékk að þurrka upp ALLT vatnið sem var komið á gólfið...og þetta er ekki eina hryllingssagan sem tengist mér og randaflugum. Ég þurfti einu sinni að há baráttu upp á líf og dauða með símaskrá, ég er ekki að grínast að fluguógeðið ætlaði að drepa mig og í mínum augum var hún á stærð við þyrlu. En ég náði að henda símaskránni í hana þannig að hún steinlá og lá lengi undir símaskránni því ég þorði ekki að færa hana, þar sem ég var viss um að hún væri lifandi ennþá (sem var mjög líklegt þar sem símaskráin gamla var um kg að þyngd eða eitthvað) haha þetta er s.s. mín manía....
Fór til dr. Péturs í dag og hann setti mig á sýklalyf (einu sinni enn) vissi samt ekki algerlega hvað þetta væri en þetta væri orðinn allt of langur tími, á að fara í blóðprufur á mánudag ef ég verð ekki farin að skána verulega. Skil ekki þessar endalausu sýkingar en svona er lífið og einhver verður að láta þessa lækna hafa eitthvað að gera. Ekkert borðað í dag eiginlega þannig að ég fór og fékk mér sjeik áðan bara góður:) Á samt að drekka sem mest heitt og steinþegja eins og doksi sagði, s.s. hvíla röddina sem verður mjög erfitt fyrir mig þar sem ég er blaðurskjóða dauðans en verð að reyna, enda er ég enn og aftur hingað komin.
Katla lék sér lengi úti í dag með Brynhildi enda veðrið til þess á meðan ég húkti inni og reyndi að hlýða tilmælum doksa, gekk svona lala. Allavega ekki hægt að segja að ég taki orðið af fólki þessa dagana. Kemur eitthvað nýtt hjá Kötlu á hverjum degi, nýtt í framkvæmd og nýtt í tali. Bara snillingur þessi krakki, skemmtilegur aldur líka.
Hugsa að ég fari fljótlega að leggja mig, er frekar sybbin eitthvað þrátt fyrir að gera ekki neitt, skrapp í kvöldkaffi til Hildar sem reyndist svo vera kvöld án kaffis því hún blaðraði svo mikið (allt málleysinu í mér að kenna) að hún gleymdi að gefa mér kaffi, pæla í þessu liði haha ekki að ég hefði haft lyst á kaffi onei.
Best að hætta að bulla og fara að halla mér, stefni á að biðja pabba setja sumardekk undir bílana okkar á morgun eða laugardaginn, neyðist liklega til að þrífa Polo aðeins áður en ég hleypi honum nálægt honum haha hann fengi sjokk, en hefur gaman að því að fá að gera þetta s.s. dekkjaskipti ekki of mikið sem hann hefur til dundurs.
Get bara ekki hætt svei mér þá.
Ofursjúlli kveður málglaður að vanda
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já komiði nú sæl og blessuð!!! Fyrr hélt ég að frysi í helv....áður en þú mín kæra yrðir mállaus hahahaha:) Þetta er nú annars ekki fyndið þar sem Tóti minn fékk þessi ósköp og var í 3 vikur að ná upp fyrri raddstyrk.....Farðu nú að hrista þetta af þér góða mín, ég er á leiðinni norður 1. maí og bara gisti og allt:) dóttirin er að fara að sýna í Reiðhöllinni ykkar þann 2. maí svo aldrei að vita nema kíkt verði á munkana:)
Kiddý (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 09:55
Þær eru nú samt voða
fallegar, þessar með röndótta rassinn, sérstaklega í hæfilegri fjarlægð. Það er nefnilega fleirum alveg meinilla
við þær. Vonandi ertu búin að hrista úr þér þetta veikindavesen sem er að hrjá þig, það er alveg glatað að vera í pest þegar veður er gott og vor/sumar á næsta leiti.
kv, Kolla Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 19.4.2009 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.