Allt og ekkert

Reiði er aldrei af hinu góða, en stundum þá verður maður reiður og það svo reiður að mann langar til að gera eitthvað sem maður á ekki að gera. Þannig leið mér í dag þegar ég frétti svolítið sem mig reyndar var búið að gruna MJÖG lengi. Afhverju lenda sumir aðilar oft í því sama á lífsleiðinni. En ég ætla ekki að eyða orku minni í að vera reið tja allavega ekki lengi og alls ekki að eyða orku minni á svona ræfla sem ég reyndar vona að hefnist rækilega fyrir vikið.....Devil

Fæ endanlegt svar á morgun um það hvort lokatilboðinu mínu verður tekið eða ekki, skyldist á fasteignasalanum að líkur væru mjög miklar þannig að nú er bara að krossa putta að fólkið fái leigjendurnar til að fara út í síðasta lagi 1 júlí..þá get ég eytt sumarfríinu mínu í að slaka á á flottum stórum palli....en enn sem komið ætla ég ekki að fagna sigri en það væri nú gaman:) Þyrfti ekkert að gera nema að mála slotið og svo reyndar myndi ég fella einn vegg áður en ég flytti inn en eins og ég segi, ég ætla ekki að fara fram úr mér:) Vaknaði kl 5 í morgun með tremma hvað ég ætti að gera, var að melta gagntilboð frá þeim og ég var ekki enn búin að ákveða mig hvað ég ætti að gera þegar ég kom til hennar rúmlega 12 haha maður er nottlega klikk. En nóg um þetta verður eflaust meira að frétta á morgun.

Fórum mæðgur á Glerártorg í dag með Hillu og co og fengum okkur ís og svona röltum aðeins um, annars er Katla búin að vera eitthvað ergileg í allan dag, kannski ekki skrýtið þegar mamman er á límingunum af stressi haha. Er að fara í 6 daga frí og verð 3 daga af því með Kötlu mína í aðlögun á Holtakotinu, vona að það gangi alveg skafið, sem ég reyndar efast ekki um því hún er með ótrúlega aðlögunarhæfni held ég.

Vorum að skoða myndir í dag í tölvunni og þá voru myndir af mömmu og þá sagði hún "hetta er amma Lilja í loftinu" snillingur:)

Styttist í dánardaginn hennar mömmu minnar, 13 maí veiktist hún og fór ekki heim eftir það. Þetta eru erfiðir tímar að svo mörgu leyti. Finnst ég alveg komin með minn skammt í bili, talað um að það séu þrjú atriði sem taki mest á fólk, það sé ástvinamissir, skilnaður og flutningar og ég er að fara í gegnum þetta allt núna á innan við 1 ári. Mikið hlýt ég að standa keik á eftir. Best að hætta að vorkenna sjálfum sér, og góna smá stund á Tv. Finn ekki fyrir þreytu þrátt fyrir að vera búin að vaka í 17,5 klst tja maður sefur bara seinna.

OFursjúlli kveður ekki svo mikið ofur núna....Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel í þessu öllu saman, vonandi færð þú íbúðina og allt fer að ganga upp hjá þér:)

Erla Björk (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 14:44

2 Smámynd: Kolbrún Pétursdóttir

Þú stendur þetta allt af þér og verður bara enn sterkari á eftir  . Gangi þér allt í haginn og láttu þig dreyma um sól og sumar á nýjum stað  .

Kveðja úr snjóhríð ! og hitastig 1° !  ! ég verð ekki eldri, hvers eigum við að gjalda, ég bara spyr.

Kolbrún Pétursdóttir, 7.5.2009 kl. 17:10

3 identicon

ææi knús á þig ofu sjúlli........

svava (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband