8.5.2009 | 22:24
Hvað er í hausnum á hr. meindýraeyði
Þvílíkt andskotans viðbjóður sem þetta er. Hvað er að hr. meindýraeyði og yfirvöldum á Húsavík, vona að Huld láti á það reyna hvort þarna hafi ekki verið brotin lög, er eiginlega 100% viss um það. Yrði ég hoppandi brjáluð ef mínir hefðarkettir sem bera mjög svo virðuleg nöfn, hr. Snúður og hr. Rónaldó yrðu skotnir þrátt fyrir að vera merktir með ól, og einnig með eyrnamerkingu. Ég er stórlega hneyksluð og virkilega reið, hvað var hann að spá að beita skammbyssu inni í íbúðarhverfi HALLÓ sýnist nú eins og hann sé frekar lítill eða illa virkur í honum heilinn eða kannski virkar hann ekki neitt.
Ofursjúlli kveður yfir sig hneykslaður
Skaut heimiliskött á Húsavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/1077-2004
II. KAFLI
8. gr
Aflífun
Almennt um aðbúnað gæludýra.
Aðeins dýralæknar mega aflífa gæludýr, nema í neyðartilfellum þegar ekki næst í dýralækni og ætla má að sjúkdómur dýrs eða meiðsl valdi því óbærilegum kvölum eða séu banvæn. Öðrum er þó heimilt að aflífa skrautfiska með koltvísýringi eða öðru sambærilegu efni.
Kolla (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 23:12
Ef ég man rétt þá átti sér stað fyrir nokkrum árum á Ísfirði svipað mál, en þá var köttur að mig minnir skotinn á færi með riffli og fór byssukúlan í gegnum hurð. Það er því dómafordæmi fyrir svona máli. Blessuð sé minning kattarins.
Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 23:27
Held að það sé akkúrat ekkert í hausnum á þessum kauða nema kattahatur eins og virðist hrjá margan misvitran manninn. Fólk er alltaf hrætt við það sem það þekkir ekki.
Legg til að kauða verði sagt upp og annar betri fenginn í djobbið.
Hanna (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 23:45
Það er verið að gera þvílíkt drama úr þessu, annað Lúkasarmál í uppsiglingu, "merktur heimilisköttur" og allir fara að grenja, búhúfokkinghú, það eru til hundruð "merktra heimiliskatta" á vergangi í heiðmörk, öskjuhlíð og víða. Þeir urðu fyrir þeirri ógæfu að einhver fábjánafjölskylda fékk sér kettling sem hélt að hann væri alltaf kettlingur en svo varð hann stór og latur og öllum á heimilinu var slétt sama hvort kötturinn var týndur eða ekki, var bara fegið að vera laust við dýrið en úbbs, þeir gera ekki losað sig við kattaólina. Og enginn lög voru brotin, sjá mynd
Sævar Einarsson, 9.5.2009 kl. 00:45
Vísa bara á fyrstu athugasemdina. Það eru til lög varðandi aflífun dýra..sem greinilega hefur ekki verið farið eftir á Húsavík. Lúkasardrama hvað...finnst þetta nú töluvert ólíkt þú fyrirgefur....en hver hefur sína skoðun og það er leyfilegt ennþá allavega...
Erna (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 07:15
já ég get ekki séð annað en bæjarfélagið hafi látið fólk vita með góðri auglýsngu.
þannig að ef einhverjir kettir hafa verið á lausagöngu eftir að þessi auglýsing byrtist... þá þykir mér þetta hafa alveg verið á ábyrgð eigenda... ekki meyndýraeyðisins.... hann var bara að framfylgja því sem fræmkvæmdavaldið og þjónustufulltrúa Norðurþings var búið að ákveða...
ole (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 07:17
Hvað er það sem skilst ekki í þessari frétt...í fyrsta lagi þá hefur sveitafélagið enga heimild til þess að ráða mann í að farga þessum dýrum...og svo eins og stendur hér að ofan þá hefur engin leyfi til þess að taka GÆLUDÝR af lífi nema DÝRALÆKNIR...hérna erum við að tala um landslög,um það snýst málið og best væri fyrir þennan "Sævarinn" að kynna sér þetta nánar og hlusta á fréttir...
Brill (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.