Já það er nú það

Fyrsta degi í aðlögun hjá Kötlu er lokið og gekk svona ljómandi vel. Ásta heitir sú sem er með hana í aðlögun og var hún ekki lengi sýndist mér að vinna Kötlu á sitt band:) Allavega var mín vel þreytt þegar við fórum til Hillu í mat. Hélt á tímabili í morgun að Katla væri að veikjast en það er ekki að sjá á henni núna bara rösklega kvefuð og skítug:)

Skruppum svo aðeins í Byko með Hillu eftir þetta allt saman og svo heim og var mín mjög fljót að sofna. Skruppum svo í heimsókn til Sollu þar sem hún lék við Herdísi og Sigrúnu og var voða gaman. Loks fórum við í bæinn með Brynju að versla aðeins það sem hún þarf að hafa með sér í skólaferðalagið sem hún er í kl 7.30 í fyrramálið. Splæsti á Brynju líka bol og peysu í Centro voða flott, á það sko skilið stelpan:) 

Ég er alveg ótrúlega þreytt, skil ekki hvað er í gangi, held ég gæti sofnað allsstaðar er meira að segja núna í þessum skrifuðu orðum að berjast við að halda mér vakandi.

Er enn að bíða eftir að Ragnheiður kvensjd hafi samband eftir krabbameinsskoðunina, þarf að fara í einhverja skoðun hjá henni alltaf jafn gaman að því að heimsækja svona lækna eða hitt þó heldur. Ætlaði að láta ritarann sinn gefa mér tíma. Síðan er bara að vona að þessar frumubreytingar sem ég er alltaf með séu ekki núna...búin að hafa þær í nokkur ár og aldrei neitt vesen með það nema eftirlit á 6 mánaða - 1 árs fresti en svo núna var ég að fara í fyrsta skipti í 2 ár, ég er asni ég veit það en stundum æxlast hlutirnir bara svona.

Annars er ekkert að frétta, það er bálhvasst hér á eyrinni núna og moldrok mikið en verð svo sem ekki mikið vör við það hér á neðri brekkunni. Bíð eftir að sækja Brynju á æfingu kl 19 og þá fer ég ekki meira út í dag.

Ofursjúlli kveður ofurþreyttur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband