14.5.2009 | 21:59
Sumarið komið og köngulærnar líka ....*hrollur*
Afhverju skapaði Guð köngulær, ég meina hvaða tilgang hafa þessi kvikindi annan en þann að troða sér í kassa, skríða inn um glugga og hrella fólk. Þoli ekki þessi kvikindi er með maníu algera fyrir þeim. Var í gær að fara í gegnum kassa úr geymslunni og henda og raða því sem ætti að fara aftur í geymslu. Allt í einu segir Katla "gönguló" neinei segi ég ekkert nema montið og held áfram að líma og beygi mig yfir einn kassann og dúdda mía blessað barnið var að segja satt, var ekki óhræsis köngulóarskrímsli vappandi á rúminu hennar Rakelar. Í stuttu máli...hún er dauð. Framdi s.s. morð fyrir framan örverpið sem reyndar hoppaði ekki langt heldur fór að dansa og syngja "is it true" algerlega á heilanum á henni núna:)
Fallegt veður búið að vera hér í dag, 18°C og bara bongó blíða hreinlega, fórum í picnic í garðinn hjá Hildi með snúða og vínarbrauð og síðan heim fljótlega eftir það.
Aðlögun gengur vel og var Katla til að verða kl 12.30 í dag. Borðaði hádegismat og ég líka og kíktum svo á hvíldina og sú gamla hlammaði sér beint niður og ætlaði að fara að sofa bara eins og hinir, en hún gerir það á morgun. Sofnaði strax og við komum heim. Pabbi hennar fór með hana í morgun og skrapp svo bara í vinnuna og gekk það fínt, síðan s.s. tók ég við. Hann fer svo aftur með henni í fyrramálið og verður hún allan daginn, og ef eitthvað verður að þá hringja þær. Eru allar svo frábærar þarna, gott að koma þarna og maður er svo virkilega velkominn og eiginlega svolítið eins og heima hjá sér bara
Mási bró á afmæli í dag, var að elta kellingar upp á heiði þegar ég hringdi í hann, say no more um það þessi elska alltaf sama kvennagullið en ætla nú samt að láta fylgja með að þetta voru fuglakvendýr múhahah bara til að fyrirbyggja misskilning...en til lukku með daginn þú ungi og spengilegi gaur
Forsetinn á líka afmæli en mér finnst þa ekkert merkilegt þannig að nóg um það..
Brynjan mín komin heim úr skólaferðalagi, sæl og kát eftir að vera búin að fara um allt Snæfellsnesið, gátu reyndar ekki rennt sér niður jökulinn vegna mikillar þoku, en fóru svo í rafting í Skagafirði og það var víst alger toppur
Svo er komið að því að sækja um skóla og hefur hún tíma frá 15 maí -11 júní að sækja um og vonandi bara kemst hún inn í MA, hana langar mest þangað.
Ætli ég fari nú ekki að láta þetta gott heita af blaðri, þau feðgin eru löngu sofnuð og hrjóta í kór inni, ég ætla að glápa á einn despó bara áður en ég skríð í bælið, vinna á morgun og svona:)
Ofursjúlli kveður með jákvæðnina að leiðarljósi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já Erna það er hollt og gott að vera jákvæður, við þurfum að muna það:)
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 23:54
Það er ekki spurning Skagafjörður stendur alltaf upp úr ekki síst í veður blíðunni þessa dagana.
Þetta er Brynja búin að uppgötva.
Ragnheiður Baldursdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 15:12
Fáðu þér bara rafmagnsflugnaspaða og njúkaðu kóngulærnar, geeeeðveikt stuð!
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 17.5.2009 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.