17.5.2009 | 19:44
Eins gott að við unnum ekki 1. sætið, unnum samt:)
Gaman að því að lenda í 2 sæti í júróskúró:) Fannst norski gaurinn með hrikalega flott lag og hann átti sko alveg skilið að vinna. Mér fannst lagið hennar Jóhönnu æði en kjóllinn ljótur, maður verður að hafa álit á því líka, þar sem maður er nú einu sinni kvenmaður ;)
Fallegt veður hér í dag, við mæðgur þrjár fórum í morgun og gerðum heiðarlega tilraun til að eyða smá tíma á róló en það var bara svo kalt. Brynja fór svo á æfingu en við Katla til pabba og renndum svo aðeins upp í kartöflugarð til að kanna hvar hann væri og svoleiðis. Förum á morgun og köstum böppum og fleira góðgæti niður í hann:)
Brynja fór svo út með Kötlu á róló seinnipartinn og voru í rúman klukkutíma. Bara gott hjá þeim, enda var lítil þreytt og köld stelpa sem kom með stóru systir heim.
Helgin búin og vinnan tekur við á morgun, er að breyta aðeins vinnutímanum núna fyrst Katla er komin á leikskóla og vinn ég til kl 12 þrjá daga í viku en til kl 14 tvo daga í viku. Kemur betur út fyrir heilsugæsluna...
Ætla að fara að lesa fyrir litla genið mætt hérna með 4 bækur og vill að sé lesið
Ofursjúlli kveður "happy bara"
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.