19.5.2009 | 22:17
Hvað getur maður sagt hér!!!!
Kominn tími á smá röfl svona fyrir svefninn Katla er mjög ánægð á Holtakoti, pabbinn hefur farið með hana á morgnana en ég svo sótt hana og fer hún alltaf að hágráta þegar mamman birtist, ekki að henni leiðist heldur verður einhverskonar léttir að sjá mann
Sefur eins og engill þar og sefur minna heldur en hún gerði hér heima þannig að núna sofnar hún rúmlega átta á kvöldin í staðinn fyrir kl 9, mikill munur:)
Við pabbi fórum í kartöflugarðinn og gerðum hann kláran í gær fyrir niðursetningu og fór kallinn svo seinnipartinn og grýtti niður í hann og finnst þetta mikið gaman að dundast í þessu. Ætlum svo á morgun við systur að fara með litlu genin og setja niður gulrætur, næpur og fleira gotterí í akurinn minn, töff að eiga svona akur
Var að vinna til kl 14 í dag og er ég s.s. farin að vinna 3 daga til kl 12 og 2 daga til kl 14 og er það bara ágætt. Síðan verð ég að vinna þrjár fyrstu helgarnar í júní þar sem ég verð byrjuð upp á Hlíð líka og svo vinn ég einn dag í júní frá kl 8-14 og fer svo aftur kl 15.30 - 23.30 stemning í því bara.
Fer allt að skýrast með íbúðarmál á næstu dögum verð vonandi búin að fá að vita eitthvað fyrir helgina. Svo er ein ferming framundan á gömlu Hú en Hilmar hans Mása verður tekinn í fullorðinna manna tölu 31 maí, jahérna mikið er maður að verða gamall eitthvað. Ætla að hlunkast á morgun og reyna að finna mér eitthvað til að fara í, gengur ekki að fara bara í gallabuxum og bol, en þar sem ég er svo sem ekki mikið fyrir að klæðast einhverju ofsafínu finn ég mér eitthvað svona sem ég get svo notað hversdags síðar jájá skemmtileg saga það
Hjálpaði Brynju við að sækja um framhaldsskóla í gær og sótti hún um MA nr 1 og VMA nr.2 svo er draumurinn hjá henni að skipta jafnvel um næsta vetur og fara í Versló hvað svo sem verður úr því, er einhver ævintýraþrá í henni heyrist mér. Hugsa að næsta sumar fari hún eitthvað í burtu til að prófa eitthvað nýtt sem er bara gott hjá henni.
Ætlum að fara annaðkvöld og æfa hana í að keyra, verð nú eflaust með sketuna í brókinni, haha en ætlum að fara við tvær og finna okkur afvikinn stað og aðeins að leyfa henni að fá tilfinningu fyrir Polo, gaman að því. Eitthvað svo miklar breytingar í gangi hjá okkur að maður verður aðeins að reyna að létta lundina smávegis:)
Annars er allt bara í þokkalega góðu lagi, ég nýtti hádegismatinn minn í dag til að hlaupa 3,6 km og leið mér þvílíkt vel á eftir, reif svo aðeins í járnin (eins og Bjartur frændi segir) og fór svo bara að baða skjólstæðing, ekkert vesen..
Einn skjólstæðingur minn varð 85 ára fyrir nokkrum dögum og var svo himinsæl því eitt barnabarnið hennar kom til hennar og sagði henni að klæða sig nú vel og koma svo niður því þar biði hennar svolítið óvænt, gömlu datt nú ekkert í hug en gerði eins og fyrir hana var lagt. Kemur niður og bíður hennar þar þá hjálmur og gæi á mótorhjóli sem þrusaði með hana um bæinn og þetta fannst þeirri gömlu alger snilld og hlær mikið þegar hún segir frá þessu. Sama barnabarn gaf henni hjólaskauta og það fannst henni nú ekki minna fyndið. Bara snillingur vona að ég verði svona létt þegar ég verð 85 ára
Ætlaði nú bara að tuða lítið en það er bara orðinn heill hellingur.
Ofursjúlli kveður og biður fólk að vera gott hvert við annað...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.