21.5.2009 | 22:33
Snilldar veður er sumarið komið eller hvad?
Byrjuðum daginn ég og Katla á því að fara í kakó og ostabrauð í Borgarhlíðina, fórum síðan heim og sóttum Brynju og brunuðum í Hrafngilssundlaug og vorum þar í rúman klukkutíma, Katla var nú bara nokkuð sátt með það, enduðum svo rúntinn á því að fá okkur ís::) Bara gaman, var reyndar frekar kalt og engin sól en samt fínt:)
Eftir hádegið sofnuðum við og var á áætlun að sofa í eins og eina klst en það varð reyndar að 2 1/2 klst haha, fórum svo og versluðum og síðan hentum við niður gulrótum, næpum og fleira góðgæti í akurinn..snilld verður æðislegt að geta farið að japla á svona nýræktuðu í sumar *slurp*
Ragnhildur Sól ætlar að fá að gista hjá okkur á morgun, mikið sport að fá að gista annarsstaðar, Katla verður eflaust á útopnu þar sem henni finnst Ragnhildur alveg eðal skemmtileg:)
Brynja er úti að fá sér ís niður í Brynju með einhverjum vinum og ég sit hérna eins og álfur út á hól og nenni engu, fór reyndar áðan í Eymundsson og náði mér í tvær alveg eðalgóðar bækur og fer eflaust að skrönglast í bælið og lesa bara fljótlega.
Er með þessa líka miklu harðsperrur og verð að reyna að hlaupa þær úr mér á morgun á milli þess sem ég ætla að vinna og þrífa hérna, agalegt hvað allt er orðið ógeðslegt hérna...DAMN.
Sýnist eins og verið gæti að eitt geitungabú sé hérna í garðinum við rætur grenitrésins og ég ætla rétt að vona að Eyþór láti eitra fyrir því þar sem þeir geta orðið frekar úrillir blessaðir. Ætlaði að reyna að sitja úti í garði í dag en það bara var ekki að virka var alltaf komin með geitung í trýnið þannig að ég flúði bara, vona að þessi kvikindi verði ekki í Þorpinu þegar ég lufsast þangað:)
Hef ekkert að segja eins og sést þannig að ég ætla að fara að bursta bara og leggjast hjá litla geninu mínu sem hrýtur ljúflega þar heyrist mér:)
Ofursjúlli kveður hress
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.