22.5.2009 | 23:03
Leiðinlegt sjónvarpsefni
Frekar en ekki sit ég og góni á fegurðarsamkeppni Íslands, finnst þetta leiðinlegt en ótrúlegt þá er þetta það skásta sem er í sjónvarpinu mygad, reyndar búin að geta hlegið x 2 þegar þær voru við það að detta...haha illa upp alin. Brynja hrýtur hérna við hliðina á mér og tekur svona svefnkippi annaðslagið, Katla hrýtur inni í rúmi og Ragnhildur Sól sefur inni í Brynju herbergi þannig að hér er allt fullt:)
Var að horfa á stelpurnar áðan og það var svo góður brandari en kannski fannst mér hann bara fyndinn enda með agalegan aulahúmor. " Hjón voru að vinna í garðinu og hún segir, við erum alltof mörg í þessu hjónabandi...hann: nú við erum bara tvö..hún: já nákvæmlega alltof mörg annað okkar verður að fara" Bwahahahah aulahúmor dauðans...voru svo margir góðir núna að ég emjaði meiri partinn af þættinum:)
Var rosalega dugleg í dag eftir vinnu, kom heim og fór og hljóp tæpa 4 km og lyfti svo í 20 mínútur og er bara sátt með mig og reyndar verðlaunaði mig með svakalegu nammi enda nammidagur hjá mér í dag, hef ekki borðað nammi í heila viku ótrúlegt en satt, mér finnst ég dugleg:) Þreif svo allt hér hátt og lágt og þá var komið að því að sækja Kötlulinginn minn. Ragnhildur Sól kom svo og fékk að sofa og borðuðu allar mæðgur hérna hjá okkur Burritos:)
Vona að veðrið verði eins gott á morgun og það var í dag, þá er aldrei að vita nema maður dembi sér í laugina og í góðan göngutúr, annars datt mér í hug að slá garðinn en ég veit ekki hvað hefur orðið af slátturvélinni merkilegt....hmmm en þá bara slæ ég ekki garðinn enda bara fullt af geitungum þar...
Best að fara að spjalla við stóra genið sem er rönkuð úr svefninum..
Ofursjúlli kveður duglegur....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.