30.5.2009 | 13:45
Slúðurkellingar
Sorglegt að sjá frétt um að lögreglan hafi tekið þungaða konu komna 7 mánuði á leið ofurölvi, úff fékk bara hroll og illt í hjartaðHvað er eiginlega að gerast í þessu þjóðfélagi okkar, amen.
Er eitthvað svo tóm í dag bæði í hausnum og inni í mér, orðin svo yfirmáta þreytt á slúðri í Akureyringum, getur fólk ekki drullast til að hugsa um eigið rassgat og hætt að velta sér yfir hvað nágranninn gerir, veit fólk ekki að slúður særir, og ef fólk slúðrar um hluti ætti það þá ekki að athuga hvort eitthvað sé satt í slúðrinu, svei ykkur slúðurkellingar segi nú ekki annað... Vona að ykkur hegnist einhvern veginn fyrir svona illgirni..og hananú. Þegar ég flutti hingað þá var ég nú viss um að ég væri laus við svona slúðurbæli, Húsavík var svakalegt eins og er svo oft með lítil bæjarfélög, en núna hef ég komist að því að stóru bæjarfélögin eru ekkert skárri....Hvað kemur fólki við þó svo við hjónin höfum ákveðið að skilja, er það ekki okkar vandamál, við höfum okkar ástæður og erum ekkert að auglýsa þær endilega en að fólk sé að búa til ástæður fyrir okkur er óþolandi..ég veit hvaðan slúðrið kemur svo skammist ykkar.....
Fórum út að leika okkur í morgun við Katla í garðinum með dúkkur og vatn til að sulla með og entumst við í rúman klukkutíma. Á þeim tíma fann ég eitt randaflugubú, nokkrar fetapúpur, og helling af viðurstyggilegum pöddum öðrum sem ég held að mér sé illa við Eyþór ætlar held ég að láta eitra fyrir þessu drasli öllu saman sem betur fer, ekki það að Kötlu finnst randaflugur fallegar, hefur þetta ekki frá mér onei, enda verður ekkert eitrað fyrir þeim aðallega búinu þeirra
Brynja mín er að fara að keppa á eftir, ekkert nema dugnaðurinn og ætlum við Katla að fara og horfa allavega á seinnihlutann af leiknum efast um að hún endist lengur en það, þetta er 2 x 40 mín, eru að keppa við ÍA. Síðan fer hún suður um næstu helgi, held hún sé að fara að keppa þá líka ekki alveg viss samt.
Vorum vaknaðar kl 06 í morgun ég og Katla og hún í þvílíkasta stuðinu, maður getur samt ekki annað en hoppað fram úr rúminu þegar maður er vakinn með orðum eins og "mamma mín", enda var ég mjög snögg að rífa mig framúrÆtluðum í sund í dag en ég held bara að ég ætli ekkert að nenna því, aldrei að vita hvað maður verður sprækur á morgun.
Búin að vera rosalega dugleg í 2 vikur, farin að hlaupa rúma 5 km á dag núna eða x 4 í viku og lyfti x 3-4 í viku líka, ekkert nammi nema um helgar og passa vel upp á að borða nóg og hollt á virkum dögum en leyfi mér allt um helgar, ekkert óhóf samt. Finn að ég er öll að koma til í skrokknum og líka meiri orka, allavega þá daga sem ég þarf ekki að opna augun kl 06
ÆTla að fara að vekja litla Kötlulinginn minn svona fljótlega...
Ofursjúlli kveður þreyttur á slúðri
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já svei þetta slúðurfólk. Ég er líka búin að fá minn skerf af slúðri um mig og minn skilnað..
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 16:04
síða ner ekki læst :/
hildur (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.