1.6.2009 | 13:31
Svo kom steypiregn.....
Fórum við mæðgur á gömlu Hú í gær en Mási bró var að ferma síðasta stykkið sitt, eðal kaffihlaðborð var í boði og mikið af fólki, gott veður og bara allt eins magnað og það gat orðið, líka alltaf gott að hitta fólkið sitt Kíktum aðeins til Elínar sys áður en við fórum og þar var systir mömmu og hennar maður mætt á svæðið:) Hilmar fermingarbarn var flottur eins og alltaf enda ekki við öðru að búast, bjútífúl ætt sem hann er af.
Ég var að vinna í morgun og gekk það allt ágætlega, bara ótrúlega mikið að gera og þakkaði ég guði fyrir að það var ákveðið að við yrðum þrjár, en ekki tvær eins og venjulega úff, var búin rétt rúmlega 11 þannig að það var ágætt. Mætti Kötlu og Eyþóri á leið upp í Listigarð rúmlega 9 ekkert nema ferskleikinn, litli stubbur glaður með sleikjó í hönd. Fékk símhringinu ekki löngu seinna að hún hefði dottið og ég brunaði á sjúkrabílnum (heilsugæslukagginn) og sótti feðgin og þegar ég fór að skoða nánar var stubbur með skurð á hnakkanum sem blæddi pínu úr ekkert af neinu viti. En Eyþór fór samt með hana upp á slysó til að láta tékka, og áttum við bara að fylgjast með henni í 6 tíma upp á slappleika en allt slapp þetta nokkuð til og sefur hún núna. Vorum svo að tala um að við værum eiginlega hissa að hún orðin rúmlega 2 ára og alltaf sloppið þangað til núna því hún er glanni dauðans eða bara meira svona óhrædd við hlutina, hélt að þetta væri svona strákatengt frekar en greinilega ekki.
Er ákveðin í því að fara á mærudaga í ár, datt þessi hugmynd í hug þegar Brynja og vinkona hennar komu í gær og voru að spá hvort þær mættu ekki fara og fá að gista í garðinum hjá Mása í tjaldi, ég á eftir að spjalla við stóra bró um það. En þá datt mér það snjallræði s.s. í hug að fara bara líka, hef ekki farið á mærudaga síðan ég flutti í burtu þaðan...ætla allavega að setja það í alvarlega skoðun....:)
Hrikalega fínt veður hérna, en hafgolan reyndar nokkuð mikil, allavega verður maður að vera í algjöru skjóli til að fletta sig klæðum, ekki það að ég ætli neitt að gera nágrönnunum það að fletta mig neitt haha . Ekkert hlaupið núna síðan á föstudag en ætla að hlaupa alla 4 næstu daga. Stefni á að hlaupa aldrei sjaldnar en 4 x í viku fínt ef ég næði að hlaupa oftar en sé til ætla ekki að ætla mér um of það er bara ávísun á að gefast upp. Hef heldur ekkert hugsað um matarræðið yfir helgina, bara leyft mér það sem á borðum hefur verið en byrja svo aftur á morgun að hugsa:) Finn alveg mun á mér líkamlega þegar ég borða ekki sykur, mikið hressari, auðveldara að vakna og svoleiðis.
Mikið óskaplega er sumt fólk hryllilega skrýtið, gerir hluti sem manni finnst að fullorðið fólk eigi hreinlega ekki að gera..meina það...ég er líka skrýtin en ég myndi aldrei samt gera suma hluti....æi farin að bulla tóma steypu
Ofursjúlli kveður sætari en allt sem sætt er
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.