Lífið gengur upp og svo niður

Verð að fá að tjá mig, agalegt að vera svona mikil blaðurskjóða að það hringli bara í hausnum á manni ef maður kemur því ekki frá sér, væri skiljanlegt ef það væri eitthvað merkilegt en svo gott er það nú ekki..bara þessi þörf.

Enn saxast á föðurfjölskylduna mína, Árni frændi minn á Meiðavöllum lést í fyrradag úr krabbameini, greindist fyrir 11/2 mánuði síðan. Hata þetta krabbamein, 3 frændur mínir farnir núna með ekki svo löngu millibili. Ekki batnar það hjá karli föður mínum sem enn og aftur horfir á eftir vini og frænda..lífið sanngjarnt nei ekki alltaf. En þetta bíður okkar allra víst..Crying

Fór upp í kirkjugarð í gær með 20 stjúpur og nokkrar morgunfrúr, en haldiði ekki að það hafi bara verið búið að tyrfa á leiðið hennar mömmu, svo ég reykspólaði heim til að finna einhverja nothæfa dalla undir blómin og fór svo með þetta á leiðið hennar og lítinn engil, gott að koma þarna að sumri til, finnst það jafn gott eins og mér finnst það arfaslæmt að vetrinum til. Ætlum að fara í legsteinaval við fyrsta tækifæri. Annars eru þessir dagar verulega erfiðir, akkúrat á þessum tíma í fyrra vöktum við yfir henni á gjörgæsludeildinni í Fossvogi. Úff bara að skrifa þetta kallar fram tárin en svona er þetta, svo stutt en samt svo langt.

Upplífgandi kafli bloggsins byrjar núna:)

Brynja mín að útskrifast á morgun, ætlum að fara öll og sjá stelpuna útskrifast, búin að fá nokkrar einkunnir og eins og ég hef alltaf sagt þá er þessi stelpa snillingur og ég er svo STOLT af henni eins og ég hef reyndar alltaf verið. Ótrúlega gott eintak LoL Var að græja brauðrétt sem á að fara á hlaðborðið upp í skóla á eftir og ætlum við öll þangað líka að úða í okkur. Alltaf gott að borða. Síðan fara feðgin vestur í Búðardal á laugardag, Brynja suður að keppa og ég að vinna um helgina, gaman að því.

Katla er svo mikið krútt hún talar non stop eins og alltaf, meira að segja farin að bölva ef illa gengur hjá henni, hmm kannski ekkert til að hæla sér af...er bara ótrúlega ánægð með þetta eintak líka, hugsa að hún verði svolítill dólgur eins og mamman sem er nú ekki að kafna úr kvenleika:)

Langar að læra meira veit ekki hvað, eina mínútuna langar mig að fara að læra einkaþjálfun, aðra að verða trukkabílstjóri og eitthvað allt annað þriðju mínútuna. Damn hvað á ég að gera....ætla að byrja á að klára stúdentinn og ætla ég að skrá mig í frönsku í haust haha segi það núna:)

Úpps batteríið að klárast verð að hætta

Ofursjúlli kveður, ofurdriver, ofurtrainer eða bara eitthvað 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég held þú ættir að verða hafnarboltahetja !

Svava (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 14:47

2 identicon

Haha já því ekki það, jafn gáfulegt og hvað annað, viss um að ég myndi alveg snýta því svona þegar ég er búin að læra leikinn....:) Er það vel borgað???????

Erna (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband