Dóttirin brillerar

Er að rifna úr monti hérna, Brynja fékk meðaleinkunn 9,32 og fékk verðlaun fyrir frábæran námsárangur og líka verðlaun frá Danska sendiráðinu fyrir frábæran árangur í dönsku. Eins og margir vita þá hefur Brynja alltaf talað um dönskuna sem mál djöfulsins og fundist þetta leiðinlegt fag og alls ekki legið á skoðun sinni varðandi það. Svo þegar Úlfar skólastjóri tilkynnti að hún hefði fengið verðlaun frá sendiráðinu þá byrjuðu allir krakkarnir að hlægja og ég líka því mér fannst þetta einstaklega góður brandari hjá Úlla en svo kom í ljós að þetta bara var enginn brandariW00t Sá Halldór Gunnarsson skólastjórann minn fyrrverandi úr Lundi en hann kennir nú við Glerárskóla, var að hugsa um að rölta upp að honum og benda honum á að þetta væri nú dóttir mín en gerði það ekki samt, honum fannst ég þulli þegar ég var í Lundi og var viss um að það yrði aldrei neitt úr mér...hmmm ef hann vissi að afburðarnemandinn væri dóttir mín múahhahhahahha...

En enn og aftur monta ég mig út í eitt enda ástæða til. Gaf henni gallabuxur fyrir nokkru síðan í útskriftargjöf og svo keypti Eyþór módelhring handa henni í dag frá okkur líka, síðan gáfu Ragna og Maggi henni pening og er hún ofsakát með sig:) Fékk 2 bækur í verðlaun sem koma til með að nýtast henni í náminu í framtíðinni:)

Úlli að segja danska sendiráðsbrandarann sem var enginn brandari brynja2brynja3Falleg, fallega og duglega stelpa:::)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ofursjúlli kveður stoltari en leyfilegt er:) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með stóru stelpuna þína, greinilega rosalega flott stelpa hérna á ferðinni. Máney Ósk sagði þegar hún sá myndirnar af henni "mamma þessi stelpa er í Glerárskóla" já hún er frænka þín sagði ég, haaaaaaa í alvöru, ég hef oft séð hana og geðveikt asnalegt að vita ekki að hún sé frænka mín:)

Erla Björk (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 22:36

2 identicon

Erna mín! Þú mátt alveg vera stolt af henni Brynju Dögg, hún er einstaklega velgerð og samviskusöm stelpa sem ég tel mig eiga smá í, manstu þegar ég átti alltaf hægri handlegginn? Alein og skuldlausan ;) Svo þegar hún var búin að drekka hjá þér sem nokkra daga eða vikna og ég tók hana svo til að láta ropa og svo sofnaði hún á bringunni á mér enda sagði mamma alltaf að hún væri heppin, hún ætti tvær mömmur ;) Þetta var þarna fyrstu árin þegar þú varst ein með hana eða frá 94-95 þar til ég fór til Danmerkur. Og svo skældum við báðar á flugvellinum og litla stýrið kom með uppáhaldshárspennuna sína og gaf mér þegar ég var að fara með grátinn í kverkunum: " Móða þú mátt eiga spennuna mína" Og það var mikil fórn því þetta var flottasta spennan og ég á hana enn ;) Smá upprifjun á laugardegi ;) kv Móða

Hildur (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 11:42

3 identicon

Já Erla segðu, þetta er auðvitað til háborinnar skammar að þær þekkist ekki frænkurnar, svona er þetta stundum:( Sammála Máney Ósk að þetta er pínu asnalegt:)

Hildur já man þegar mamma sagði þetta að hún ætti tvær mömmur:) Sagði það reyndar oft á þessum tíma..æi þið voruð krútt...og eruð enn:)

Ernan (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband