9.6.2009 | 21:59
Skúbb
Brynja búin með annan daginn í vinnunni:) Þegar hún kom heim í gær spurði ég hana hvernig hefði verið "leiðinlegt" en samt í glaðlegum tón, henni finnst vinnan leiðinleg en segir að þetta verði fínt þegar allar afleysingar verði byrjaðar, ekki nema 40 stk sem byrja í næstu viku Svo þarf hún að skila inn heilbrigðisvottorði sem er víst skylda hjá matvinnslufyrirtækjum þannig að ég þarf að panta tíma hjá lækni til að láta þá votta heilbrigði hennar Er samt bara sæl með þetta og sér fram á að fá hellings pening. Býðst að vinna 2 yfirvinnutíma á dag alltaf ef hún vill en ég sagði henni að byrja ekki alveg á því að keyra sig út....mamman með áhyggjur:) Hún vinnur þessa viku frá 9-17 og næstu viku frá 7-15 bara fínt og svo æfingar alltaf kl 19 AMEN segi ég nú bara
Katla var ferlega ergileg í gær og vildi bara algerlega hanga í mér, verður líklega alltaf svona eftir aðskilnaðarhelgar, man að Brynja var svona þegar hún var lítil en það er bara að taka því, var svo fín í dag bara, ofsastuð á henni en þreytt, alltaf erfiður tími á milli svona 17-19 en hún fór í bað og hressist alltaf við það.
Ótrúlegt hvað sumarið ætlar að vera lengi að skila sér á klakann þetta árið, hefur kannski verið svona öll hin árin líka en maður er bara svo fljótur að gleyma. Kannski ætlar veðrið bara að geyma sig þangað til ég fer í sumarfrí þann 17 júlí þannig að ég geti notið sólarinnar á FLOTTA pallinum mínum...snilld verð búin að koma mér fyrir og allt þegar ég fer í frí eða það vona ég. Fæ íbúðina þann 1 júlí og ætla að reyna að eyða kvöldunum 1 og 2 júlí í að mála og klára það að mestu, fer eftir því hversu mikið Eyþór verður í fríi upp á Kötlu, síðan er ég í löngu helgarfríi þessa helgi og ætla mér helst að nýta hana í að flytja, spurning hvort maður nær að láta rífa einn vegg í henni áður:) Vil helst gera það áður en ég flyt inn því það er svo hrikalegt ryk sem fylgir því, ætla að opna úr stofunni inn í eldhúsið gera það svona smá opnara. Ætlaði að taka allan veginn en það gengur ekki í bili allavega þar sem það er eldhúsinnrétting á veggnum og ég á ekki aur fyrir annarri en kannski seinna bara:) Miklar pælingar í gangi. Vona samt að Smárahlíðin hennar mömmu fari að seljast því þá horfa hlutirnir betur við.
Mikið að gera í vinnunni og eykst stöðugt, var að reikna það út í dag að ég í 60% vinnu er með töluvert fleiri vitjanir á viku heldur en þær sem eru í 100% vinnu og meira að segja er ég með næstum jafnmörg böð og þær tja hvað getur maður sagt, ætla samt ekki alveg að samþykkja þetta án þess að opna á mér smettið...
Hef ekkert að segja en verð að blaðra eitthvað...er að drepast úr hungri, langar aðallega í nammi en það er á bannlista þangað til á laugardaginn, mmm hlakka til á laugardaginn:) Fór í hádeginu og hljóp 5 km á rúmum 35 mínútum og tel það nokkuð gott, lyfti líka og gerði 200 magaæfingar, ekki að þetta sé að skila sér neitt á vigtinni en fötin hafa stækkað já eða ég minnkað Ánægð með mig, búin að halda þetta út lengur en oft áður, vika 4 í gangi núna:) Hljóp 27 km í síðustu viku og stefni á svipað núna, annars þurfti ég að hvíla í gær þar sem ofþjálfun gerði vart við sig, týpískt fyrir mig að fara rosalega hratt af stað en ég hægi bara á:)
Best að fara að halla sér hjá litlu dúllunni minni, Brynja er með Telmu vinkonu (er algjört uppáhald hjá Kötlu sem kallar hana Temmu) í heimsókn sem bytheway ætlar að hjálpa okkur að flytja ekkert smá dúlla::)
Well best að hætta að bulla um ekkert
OFursjúlli kveður á leið í hálfmaraþon
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.