11.6.2009 | 22:46
Kvasseigirðu
Djös... sem maður er þreyttur, sennilegt að maður fari að skrönglast í bælið, aldurinn farinn að segja til sín svei mér þá Komin í helgarfrí frá heimahjúkrun en fer að vinna kvöldvaktir laug og sun á Hlíð, bara gaman að því, hitta gamla fólkið mitt sem ég sinnti í heimahjúkrun en er komið núna á Hlíð. Er samt engan veginn að nenna kvöldvöktum finnst þær alltaf frekar leiðinlegar, en bara 4 kvöldvaktir eftir þegar þessar eru búnar.
Búin að vera nokkuð dugleg að hreyfa mig það sem af er þessari 4. viku í hreyfingu, búin að ná nokkuð góðum tökum á matarræði og hljóp 27 km í síðustu viku en tek í kringum 20 km í þessari viku, hleyp um 5 km á dag núna og lyfti annan hvern dag, já bara dugleg finnst mér, finn mikinn mun á fötunum mínum en sé svo sem ekki mikla breytingu á vigtinni samt um 1 kg farið og þá er bara 4-5 kg eftir og ég sátt.
Partý á Holtakoti í fyrramálið, hóparnir verða með skemmtun og svo grill og svona huggulegheit, vona að veðrið verði gott, sól væri bónus...Ætla að skondrast upp í Kjarnaskóg ef ég verð í stuði og hlaupa þar eins og einu sinni, nenni samt aldrei að keyra mig eitthvað til að hlaupa, líka svo huggulegt að vera bara með bretti heima til að hlaupa á.
Brynja er að spá í að fara á krókinn um helgina fara á laug og koma á sun, gaman að því:) Er ánægð í vinnunni sérstaklega þegar hún fékk nasaþef af laununum sem eru bara góð verð ég að segja, munar um að þurfa ekki að borga neinn skatt.
Katla fór ekki á Holtakot í gær, var að taka jaxl og var alveg ómögleg greyið, pabbi hennar var heima með hana fram að hádegi en þá tók eg við, fórum svo eftir hádegið og gáfum öndunum brauð, fengum okkur ís og vökvuðum blómin á leiðinu hennar mömmu, var snilldar veður í gær.
Langar svo í nýjan bíl, búin að finna geggjað flottan Bora sem ég er kolfallin fyrir en ég er að kaupa íbúð svo ég ætla að láta mér það nægja í bili, enda á ég svakalegan gellubíl sem er reyndar alltaf að bila eitthvað en gellubíll samt:)
Hætt að rausa og farin að sofa
OFursjúlli kveður á leið í draumaheim
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.