Fólkið mitt og þeirra....

Jæja þá er fyrsta vaktin á Hlíð búin og ég verð að segja að mér fannst æðislegt að koma þarna aftur á Eini/Grenihlíð:) Gamla fólkið mitt allt svo krúttlegt, sumir mundu eftir mér, sumir þóttust muna eftir mér og aðra var ég að sjá í fyrsta skipti, bara dýrðlegt. Alltaf gaman að hitta nýtt fólk og hlusta á frásagnir þess af gamla tímanum nú eða nýja tímanumLoLGallinn við svona kvöldvaktir að maður er alltaf dálítinn tíma að ná sér niður eftir að hafa verið á þeim, en ég hlýt að sofna fyrir kl 1 allavega:)

Vaknaði kl 08 í morgun ótrúlegt, en litla genið svaf svona lengi, vakti Brynju og hún fékk nett sjokk því hún átti eftir að taka sig til fyrir Krókinn og rútan átti að fara kl 8.30 en það tókst næstum stórslysalaust, munaði nú samt engu að gellan dytti á gólfið í eldhúsinu í látunum Bwahahahah. En þegar við komum eina mínútu í hálf þá glotti bílstjórinn bara, líklega farinn að kannast við okkur því síðast þá vorum við á nippinu og höfðum gleymt pening heima þannig að ég þurfti að spóla heim og sækja hann bwahhaha en hún er allavega á króknum eða ég held það allavega:) Síðan fórum við Katla í morgunkaffi til pabba og skoðuðum skemmtiferðaskipið sem var í höfn, síðan aðeins til Hillu og dætra í hádeginu og svo heimWink

Fallegt veður hér á Eyrinni í kvöld, bara yndislegt, logn og falleg sólarglæta á himninum, allt eitthvað svo jákvætt í dag að það hálfa væri nóg. Fæ íbúðina afhenta eftir 18 daga og get vonandi flutt inn í hana eftir ekki meira en 20 daga, ætla að mála smá og sjá til með að rústa einum vegg held ég verði að gera það áður en ég flyt inn, kemur svo agalegt ryk.  Ef einhvern langar í málningarvinnu þá má hann hafa samband, ekki það að ég er rosaleg með pensilinn:)

Ætli ég fari ekki núna í það að reyna að leggja aftur augun, gæti verið góð pæling, ætla allavega að hugsa það í smá stund

OFursjúlli kveður með jákvæðasta móti 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband