16.6.2009 | 23:31
Allt að gerast í munkanum
Snilldar veður búið að vera á eyrinni í dag, hitinn mikill og bara eiginlega logn, var reyndar ekki mikið úti þar sem ég var að vinna og svo að brasa eftir það:)
Rakel kom heim í dag frá Svíþjóð og gekk vel, alltaf gott að sjá þessa elsku:) Ætlar að vera í einhverjar vikur en ekkert ákveðið, kærasti í Svíþjóð sem togar svolítið í hana en kannski kemur hann og verður hérna í einhvern tíma líka aldrei að vita:)
Herbergið hennar var fullt af drasli þannig að við fórum í það að losa það, endaði með að ég pakkaði niður í nokkra kassa og ætla að henda þeim upp í geymsluna í Smárahlíð 5 á morgun. Drösluðum síðan hlaupabrettinu upp í stofu við illan leik ekki brettið heldur við, hrikalega þungt og breytt en það er núna orðið að stofumublu og verður í 2 vikur eða þangað til við mæðgur flytjum. Haha efnilegt hérna. Síðan ætla ég að fara eitthvað kannski í geymsluna á morgun og fara í gegnum gamla kassa og henda og pakka því sem ég tími ekki að henda. Mig vantar ennþá ísskáp, eldhúsborð og stóla og tungusófa (helst) þannig að ef einhver lumar á slíku og vill selja þá endilega hafið samband á ernahauks@internet.is eins ef einhver vill kaupa boxpúða og hanska þá á ég eitt sett af slíku, kem því held ég ekki fyrir í íbúðinni minni, nema ég fái íbúa hússins til að gera litla líkamsræktarstöð í kjallaranum nóg er plássið þar svo sem og ég á nóg af græjum í það:)
Vantar líka upplýsingar um einhvern sem getur sagað fyrir mig eitt hurðarop til að byrja með, búin að finna smið í málið til að ganga frá eftir sögunina en vantar sagara:)
Brynja og co unnu Valsara í gær 3-2 var bara flott hjá þeim, eru svo að fara suður um helgina að keppa við skagamenn held ég, ekki alveg viss samt. Stelpan sú er í bíó núna með vinkonum. Er búin að fá inngöngu í MA og var að vonum ánægð með það, kom svo í fréttum áðan að vísað hafi verið frá framhaldsskólum því svo virtist sem krakkar þyrftu að hafa mjög háar einkunnir hmmm hún heppin að hafa 9,32 í meðaleinkunn *mont*
Katla litla sefur á sínu græna, búin að vera ómögleg í tönnunum í dag en lék sér mikið úti á meðan við skitum á okkur með hlaupabrettið:) Var voða feimin við Rakel fyrst en það gleymdist nú eftir nokkrar mín, þá var hún farin að skipa henni hægri vinstri eins og okkur:) Rakel kom með helling af fötum á hana sem við pöntuðum í gegnum h&m verslunina í Stokkhólmi og létum senda til hennar í Luleå. 3 kjólar/skokkar, skyrta, bolir x 2, 2 gollur kostaði einungis 9 þús íslenskar og geri aðrir betur. Á sko eftir að nýta mér þetta oftar að panta og láta senda á hana, legg svo bara inn hjá henni og hún sendir:) Snilldin ein...
Best að hætta að bulla og fara að bulla annarsstaðar
OFursjúlli kveður í flutningshugleiðingum......
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.