21.6.2009 | 22:49
Brjáluð helgi að baki:)
Segi nú ekki annað, bíladagar búnir - hjúkk, þvílík læti og fyllerí, ekki að ég hefði verið eitthvað betri hefði ég verið 18 ára tja onei, var kolvitlaus þegar ég var 18 ára...:) Vorum ofsalega dugleg hérna við fyrrverandi hjónin, fórum og tókum geymsluna í gegn og skiptum dóti og síðan þegar okkur var farið að ofbjóða allir kassarnir og ekkert pláss orðið á neðri hæðinni, fengum við kerru hjá pabba og bíl hjá Hildi og fórum með það upp í geymsluna í íbúðinni hennar mömmu og þá er nú ekki langt að sækja kassa, bara trítla yfir eitt lítið tún Var nú eiginlega hissa hvað ég hef verið dugleg að henda í gegnum árin og henti líka töluverðu núna seisei já.
Síðan var ég að vinna um helgina og varð vitni að mörgu MJÖG fyndnu en líka mjög sorglegu. T.d í morgun var ég komin rétt um hálfátta í vinnuna og var að vinna aðeins í tölvunni, kemur par fyrir hornið og svei mér ef þau ætluðu ekki að gera það hreinlega nokkra metra frá mér, en stúlkan var vitibornari aðilinn og þau vöfruðu upp á tjaldsvæði og þar inn í tjald og tja síðan veit ég ekki meir, ekki alveg viss um að þau hafi haft þol í að gera eitthvað annað en að deyja brennivínsdauða.. Síðan voru fjöldaslagsmál og svona ýmislegt..allavega hafði löggan nóg að gera
Brynjan mín komin heim eftir fótboltahelgi í borginni, tap á móti Skagastelpum, en jafntefli á móti Þrótturum, jafntefli er betra en tap og gefur þeim held ég 1 stig. Ein stelpan reyndar líklega handleggsbrotin og það var súrt en vonandi ekki samt, fór beint upp á slysó þegar þær komu, Brynja tiplar hérna um og bíður frétta af henni
Rakel fór og ætlaði að gista hjá vinkonu sinni, saknar kærastans alveg út í eitt og spjallar við hann heilu og hálfu dagana, sem er bara í góðu lagi, þetta er ungt og leikur sér ekki satt:) Er samt ósköp glöð og kát og finnst voða gott að vera hérna en væri nottlega enn betra ef Pontus kærastinn væri hér::)
Katla búin að vera töluvert kvefuð um helgina og ljótur í henni hóstinn, gaf henni hóstasaft áðan og ég er ekki frá því að það hafi slegið töluvert á, allavega hefur hún ekki hóstað sl. klukkustund 7-9-13. Búin að dundast með okkur um helgina en hefur reyndar ekki mikla þolinmæði í svona "pakka í kassa" dæmi en hún lék sér að jólaskrauti og páskaskrauti á meðan þannig að það bjargaði smá:) Annars er hún bara hress, ég svæfði hana og mig í gærkvöldi um kl 20 og svo sváfum við bara til morguns eða í um 11 klst, hugsa að ég hafi þurft á því að halda bara, eins og einn gamall frændi minn sagði í morgun "þú hefur bara átt þetta inni elskan" og líklega rétt hjá honum:)
Fer að vinna á morgun og síðan langt helgarfrí um næstu helgi, gerist það eitthvað betra eða....nei hélt ekki, jibbí skibbí:) Ætla að nota það til að pakka niður úr skápum og slíkt því ég fæ svo íbúðina afhenta miðvikudag eftir löngu fríhelgina vívívívívíííí.
OFursjúlli kveður, kúl á því bara
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.