27.6.2009 | 13:24
Dagur átsins
Mikið agalega er gott að borða, dúddamía, enda alveg búin að gera minn skammt af því það sem af er deginum, reyndar mestmegnis nammi enn sem komið er en það þarf að gera vel af því líka.
Við Katla vorum komnar á fætur kl 06 eins og venjulega, skutluðum svo Rakel í rútuna en hún var að fara í Búðardal og ætlar að vera þangað til á morgun held ég. Síðan fórum við að skoða hesta upp í Breiðholti, kíktu í kirkjugarðinn og vökvuðum blómin hjá mömmu, kíktum í kaffi til pabba og síðan enduðum við reisuna hjá Hildi, en þá var líka klukkan að verða 12 þannig að við brunuðum heim og fengum okkur að borða kjúkling og síðan sofnaði litla genið:) Þetta er svona það sem af er deginum
Eldaði s.s. kjúlla í gærkvöldi með nan brauði og bygggrjónum alveg eðal og bauð vinkonu Brynju í mat henni Lenu:) Síðan fór Brynja á djammið með vinnunni sinni til að vera kl 2 en Rakel var hérna heima að pakka og gera sig klára fyrir Búðardalinn.
Er að hamast við að redda mér sófa núna og búin að finna einn geggjaðan tungusófa, rauðan sem ég er alveg kolfallin fyrir og bara verð að fá:) En ég fæ svar í dag eða á morgun hvort hún samþykkir upphæðina sem ég bauð í hann og ef ég fæ hann þá er bara ísskápurinn eftir og spurning hvort ég sé ekki búin að finna hann líka:::) Bara gaman að finna sér eitthvað svona. Hlakka svo til að komast inn í íbúðina og mála og láta brjóta veggi að ég hugsa ekki um annað. Ætla að setja veggfóður held ég á einn vegg inni hjá Brynju hún á eftir að ákveða það endanlega. Síðan þarf ég að fá mér sól - og myrkvunargluggatjöld fyrir alla glugga.. og fleira og fleira. Pakkaði niður úr eldhúsinu í gær öllu sem ég á þar eiginlega bara smotterí eftir þar, ætla svo að pakka meiru niður á eftir þarf bara að redda mér límbandi þá er ég góð. Brynja að verða búin að pakka niður því sem hún getur pakkað í sínu herbergi þannig að nú fer að koma tími á ferð í geymsluna í Smáró. Sýndist áðan kallarnir vera farnir en er ekki viss, vona að núverandi eigendur séu bara að þrífa. Úff þetta verða erfiðir dagar sem eftir eru, stefni á að flytja um helgina nema ég fái hana ekki afhenta fyrr en á föstudag þá líklega næ ég því ekki fyrr en seinnipart á sunnudag:) Spennó spennó
Líkelga líka búin að finna rúm handa fyrrverandi og barnastól fyrir Kötlu til að hafa hér, þannig að þetta er allt að koma ja´já seisei, hvernig færi þetta ef ég væri ekkiSkyldi fólk redda sér þegar ég verð farin bwahahhaha
Búin að finna mér símanúmer, ætla að flytja mig aftur yfir á Símann, fer í það á mánudag og svo þarf að fara á marga staði og tilkynna að maður sé fluttur, spurning að ég hafi tíma til að vinna í vikunni
Best að vekja litla genið svo hún sofni einhvern tímann í kvöld svo ég geti haldið áfram að finna mér dót og pakka
OFURsjúlli kveður OFURspenntur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.