Lífið er ljúft

Eitthvað virðist þessi mikli hiti sem var búið að segja manni að yrði hér, farið eitthvað annað, allavega er hann ekki hér, og var ekki í gær. Var alveg hlýtt en ekki ofsahlýtt.

Renndum inn í Vaglaskóg við systur, Katla og pabbi og þar var mollan:) Röltum aðeins um í skóginum og nutum blíðunnar, Katla var svo heppin að finna lúpínur og sandkassa og þá var hún sátt:)                        Snapshot116
Við systur fórum svo og kíktum á einn sófa og síðan á Subway til að fæða svangan lýðinn.

Katla var svo ofurspennt í gærkvöldi eftir sykurát dagsins og ekkert á leið að sofa þá ákváðum við Brynja að fara bara með dót upp í Smára og þar sem við eigum ofsalega stóran bíl þá mér reyndar til mikillar undrunar komust allir kassarnirLoL Er svo komin langleiðin í að pakka í aðra ferð þangað. S.s svona ca 5 kassar haha..

Búin að setja steikina í ofninn og bauð ég pabbi og Hildi í dinner til mín í hádeginu, get kannski nýtt þau eitthvað haha í leiðinni, nei segi svona. Bara svona síðasta máltíðin sem ég býð þeim í hingað, næst verður það bara grillpartý í Smára svona þegar ég verð búin að fá mér grill bwahahahah.

Snapshot114

Stefnum svo á að fara á kaffihlaðborð einhversstaðar í dag, gaman að gera það svona 1-2 x yfir sumarið í staðinn fyrir ísferð eða eitthvað.

Er enn stútfull af kvefi, ekki alveg sátt, er að verða búin að vera stífluð í viku og virðist ekkert vera að losna allavega ekki almennilega.

Ætla svo á fimmtudaginn að renna austur í sveitina mína og kveðja hana Hlédísi frænku mína sem verður jarðsungin í Garðskirkju. Förum Hildur, pabbi, ég og líklega verður Solla samferða okkur. Endalaust sorglegt..

OFURsjúlli kveður pínu þreyttur 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband