30.6.2009 | 23:31
Íbúðareigandi alveg sjálf::)
jæja þá er ég búin að fá íbúðina mína afhenta, fékk hana óvænt í gær. Ekki búin að gera mikið nema rífa úr þúsundir nagla og skrúfur, rífa niður kappa úr öllum herbergjum, sparsla, kaupa málningu, búin að redda smið sem kemur á morgun að kíkja á vegginn, þetta var nefnilega viðarveggur en ekki steyptur bwahahha. Vona að hann geti gert þetta sem fyrst. Þarf svo að ýta á þá hjá Eimskip að fara að finna borðið mitt en svo virðist sem það sé týnt..finnst hvergi allavega en ætla að tuða í þeim á morgun. Ísskápur spurning um hann get fengið hann ef þau finna sér einhvern sem þeim langar í....vona að þau finni hann:) Sófi, var búin að finna notaðan geggjaðan sófa, rauðan tungusófa en er ekki að ná sambandi við gelluna sem var bytheway búin að taka tilboðinu.
Allavega vonandi næ ég að flytja á föstudag og nota helgina í rólegheitum til að koma mér fyrir og sofa fyrstu nóttina. En ég verð bara að bretta upp að eyrum og mála eins og skrattinn á morgun þangað til ég sæki Kötlu og svo á fimmtudagskvöldið og eftir vinnu á föstudag...hlýt að ná að mála það sem ég ætla að mála og sérstaklega ef Brynja gefur sér tíma í að finna sér lit á herbergið.
Var að koma ofan af Hlíð en ég var á kvöldvakt, þannig að ég er búin að vinna frá 8-23 í dag bara dugleg með reyndar klukkutímapásu á milli kl 14-15 gaman að því. Ætla að fara að sofa, þarf á því að halda. Þreytt
OFURsjúlli kveður þreyttur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.