1.7.2009 | 22:48
Bjútífúl íbúð
Mikið agalega sem það tekur langan tíma að mála, væri nú sniðugt ef maður gæti bara sprautað á draslið:) Reif veggfóður af í okkar Kötlu herbergi og búin að mála eina umferð þar yfir allt, þarf ábyggilega 3 umferðir þar sem það var svona líka skemmtilega himinblátt. Brynja kom svo með mér seinnipartinn og málaði meðfram öllu og límdi þannig að hennar herbergi er tilbúið fyrir fyrstu umferð, rifum líka niður eina hillu á baðinu og sturtuhausinn og þarf ég að fjárfesta í slíku á morgun, bara gaman :)
Eyþór kom svo eftir hádegi og hjálpaði mér að rífa niður kappafestingar og færa einn ofsaþungan skáp, og gaf mér tvö blóm í tilefni dagsins, spurning hvort það hafi verið vegna þess að í dag var brúðkaupsdagurinn okkar fyrir x árum eða til hammó með íbúð, var reyndar vegna íbúðar var tekið fram..:) Jamm svo lengi entist nú hjónabandið tja maður er þá búin að prófa það og ekki ætla ég að gera það aftur, maður á bara að gifta sig einu sinni en ekki oft...eða það er mín skoðun:)
Gripum svo með okkur pizzu heim um kl 19 og átum, fór svo ekkert aftur þar sem stelpurnar voru uppteknar og Eyþór að kíkja á lífið..enda svo sem orðin ógeðslega þreytt. Fer svo á jarðarförin austur á morgun og verð svo að reyna að klára þessi tvö herbergi. Smiðsófétið sem lofaði að hringja hringdi aldrei, þannig að ef einhver veit um smið eða bara einhvern sem er handlaginn og er til í að gera þetta þá endilega látið mig vita, verð að fá þetta gert á morgun eða í síðasta lagi á föstudag, annars tek ég sleggju og dúndra þessu sjálf niður:)
Skrifaði undir í dag og er orðin formlegur eigandi, þurfti að punga út góðri summu þannig að reikningurinn minn leit bara vel út í stutta stund en auðvitað þess virði, vona samt að lánin á klakanum okkar hætti nú að hækka, er hreinlega hætt að lítast á þetta allt saman.
Var búin að bjóða mig fram í sjálfboðavinnu á landsmótinu en ég er svo að vinna morgunvaktir á Hlíð þannig að ég nenni ekki að standa í því, hefði samt ábyggilega verið sjúklega gaman.
Katla var í gríðarstuði í dag, hafði verið að hlaupa í gegnum úðara á Holtakoti, kom svo hingað heim og veltist um hérna úti í garði og síðan upp í Smára að leika sér úti, enda veðrið sko til þess í dag og ég hékk inni að mála...snilld:)
Ætla að fara að sofa núna og vona að einhver smiður fái hugskeyti frá mér með símanúmerinu mínu::)
OFURsjúlli kveður alger OFURmálari
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.