3.7.2009 | 17:48
gengur hægt en gengur:)
Var að detta inn eftir brjálaðan dag, sem reyndar er ekki aldeilis búinn. Búin að ganga frá tveimur herbergjum s.s. okkar og Brynju, bara eftir að kaupa fyrir gluggana þar:) Búin að koma rúminu mínu og ýmsu smádóti uppeftir.
Síðan kom rafvirki og dró úr veggnum og við systur erum komnar með stingsög og erum að fara að saga fjandans vegginn, búin að mála í stofunni hluta og á þá bara eftir að mála hluta af stofunni og eldhúsið áður en ég flyt alveg inn, ganginn mála ég bara þegar ég er komin inn og líka loftið í stofunni. Fæ sófann minn á sunnudaginn en vantar enn ísskáp klikkaði með þann sem ég ætlaði að fá:::( En svona gengur þetta.
Best að fara með litlu kötluna og gera eitthvað... fékk líka borðið í morgun og það er æði::)
Allt klárt og Lilja vertu velkomin á pallinn strax á morgun hann er það eina sem er klárt:::)
OFURsjúlli kveður á hvolfi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.