4.7.2009 | 06:57
Nýja íbúðin okkar
Var kannski fullbjartsýn í gær þegar ég ætlaði að vera með allt klárt núna. Var að dundast til kl 2.30 í nótt og ég gat ekki meira, var eiginlega hætt að sjá:) Byrjaði á veggnum en svo kunni ég ekki við að gera meira þar sem klukkan var orðin rúmlega 10, en ég er búin með öðru megin allt nema bogann sem á að vera á veggnum alveg sjálf nema Brynja hjálpaði mér við að bora götin sem ég vann út frá
Búin að mála allt nema 1 vegg í stofunni og eldhúsið, og ég held ég verði ekki lengi með það, fer að fara í það og þá er það frá. Er meira að segja búin með loftið í stofunni, gleymdi auðvitað að taka skaftið hjá Hildi en reddaði mér nú og reif bara moppuskaftið og rúllaði með því En svo kláraðist málningin þannig að:)
Fæ sófann að sunnan í hádeginu og þá er ég komin með það stærsta sem mig vantaði fyrir utan ísskáp verð bara að notast við kælitösku yfir helgina. Vantar reyndar fullt af smáhlutum eins og hnífapörum og glösum, og einhver áhöld og matarstell en verð að ná mér í það fljótlega.
Solla og Rósa komu aðeins og kíkkuðu og leist held ég vel á litla slotið mitt, þrátt fyrir að það væri eiginlega fokhelt
Katla mín litla var komin með hita þegar mamman skrönglaðist heim en ekkert lasleg að öðruleyti allavega hressilega núna þrátt fyrir að vera heit, en segist samt finna til í puttanum, maganum, eyranu, hausnum, fótnum en ekki mallanum, segir mig hafa verki þar og í rassinum haha þannig að þið sjáið að hún er fárveik. Kom fram í morgun og hér er allt á hvolfi afþví að Eyþór er að taka til, og það eina sem hún sagði "hvað er að gerast" bwahahahah. Hún er yndisleg, var svo þreytt í gærkvöld....bað um að fá að fara að sofa, henti sér upp í rúm og ég lagðist hjá henni en hún var sofnuð enda var hún í aksjón eftir að hún kom af Holtakoti. Er komin í sumarfrí núna þannig að pabbi hennar ætlar að bjarga fyrri hlutanum á meðan ég vinn í næstu viku en svo er hann kominn í frí og ég fer svo 17 júlí, vá hvað ég ætla ekkert að gera.
Svolítið skrýtin staða í augnablikinu hjá okkur mæðgum, eigum einhvern veginn hvergi heima en það breytist í dag þar sem við ÆTLUM að sofa í nótt í Smáró, aldrei að vita nema það verði boðið upp á vöfflukaffi á morgun, á reyndar ekki kaffikönnu en mig langar svo í svona kaffihús eins og við áttum en ég kaupi hana bara þegar ég verð stærri:)
Best að fara að skipta á litla barninu mínu
OFURsjúlli kveður óskandi eftir nýju baki
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:04 | Facebook
Athugasemdir
Hamingjuóskir með nýju íbúðina þína, kv, Kolbrún Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 4.7.2009 kl. 10:23
Til hamingju með nýju íbúðina mæðgur, er viss um að ykkur eigi eftir að líða vel þarna í Smáranum
stebba (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 20:49
Innilega til hamingju með nýja slotið ykkar, þetta verður án efa alveg yndislega heimilislegt eins og alltaf hjá þér Erna mín.
Og það þarf ekkert að eiga svona hjúds kaffikönnu,,instant er alveg nóg:) Það er bara ekki hægt að kaupa allt þegar maður er að "byrja svona uppá nýtt", ég veit það þessa daganna:)
Vonandi sofið þið vel í nótt, gott hjá ykkur að velja þessa nótt, laugardagur til lukku og sunnudagur til sælu, þetta getur bara ekki klikkað.
Knús á ykkur frá okkur Atla*
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 21:50
Til hamingju með nýju íbúðina ykkar. Sófinn er geggjaður:)
Erla Björk (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 17:34
Takk takk, já Erla sófinn er jafn æðislegur og hann er á myndinni:) Sýnir að stundum er hægt að gera góð kaup þó maður skoði bara myndir, smellpassar í litla slotið mitt:)
Lilja - Senseo verður keypt MJÖG fljótlega komin með viðbjóð á instant ótrúlegt samt sem það venst, og ég svaf eins og engill fyrstu nóttina mína hér og genin mín líka:)
Stebba - Smárinn er yndislegur:)
Móðir, kona, sporðdreki:), 6.7.2009 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.