7.7.2009 | 11:24
Smárahlíð 7a
Jæja þá erum við mæðgurnar komnar í nýju íbúðina okkar og ég held að við séum bara allar afskaplega sáttar, Katla er reyndar pínu óörugg og skilur ekki alveg málið held ég því á kvöldin þegar við höfum verið að fara að sofa vill litla skinnið bara fara "heim". Mömmunni fannst þetta afskaplega erfitt fyrst og fannst hún vera að leggja þvílíkar hörmungar á barnið sitt en svona verður þetta bara að vera. Annars fer hún út á pall og þaðan beint yfir á leikvöll og leikur þar í sandkassa meira eða minna allan daginn enda haugskítug alla daga Ekkert lítið stuð á morgnana að fara út á pall og bjóða sólinni góðan dag líka á tásunum haha.
Þetta tók tíma sinn að flytja og er ekki alveg búið nokkur húsgögn eftir sem ég læt í geymsluna fyrst um sinn, ég málaði allt slotið en á eftir að mála loftin í eldhúsinu og ganginum og svo ganginn en ætla að leyfa því að bíða þar til ég fer í sumarfrí. Hildur systir sá um að saga risagat á vegginn minn og það var fyndið óhemju mikil snilld ætla framvegis að kalla hana Hr. Hildur og kemur svo smiður í dag að ganga frá sárinu og setja lista í gólfið. Höfum verið að týna hérna bara eitt og annað upp á veggi, vantar enn ísskáp (gæfulegt í þessum hita) og gluggatjöld fyrir stofu og eldhús. Brynja er ánægð með sitt herbergi enda fékk hún stærsta herbergið í íbúðinni. Fórum svo í rúmfó í gær og keyptum eitt og annað sem vantaði.
Þurftum strax fyrsta kvöldið að sníkja okkur pott frá nágrannanum en pabbi vinkonu Brynju býr fyrir ofan okkur og var svo góður að lána okkur eitt stykki til að bræða súkkulaði í :) Gott að eiga góða granna.
Netið komst í gagnið í gær, tv líka en á eftir að tengja reyndar skjáinn en það kemur í dag eða á morgun. Pallurinn hjá mér er fullur af drasli sem ég ætla að hendast með á haugana í dag eða á morgun fer eftir því hvernig Katlan mín verður þegar ég er búin að vinna. En hún fer til pabba síns á morgnana og ég sæki hana svo þegar ég er búin:) Þannig gengur það...
Læt nægja að sinni
OFURsjúlli kveður alveg ofuránægður
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með nýju íbúðina:-) ,,,,,og jú hr.Hildi!!
Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 11:45
hehehehe já verður maður ekki að bjarga sér? Guð hjálpar nefnilega þeim sem hjálpa sér sjálfir ;) Svo einfalt er það, þannig að við Guð dúndruðum niður einum vegg í sameiningu, svo segir Bubbi að Guð sé kona svo við STELPURNAR vorum í þessu saman fyrir ykkur stelpurnar ;) Já það á eftir að fara vel um ykkur kerlurnar þarna og mér finnst gott að hafa ykkur svona nálægt, og þetta hverfi er bara snilld fyrir dóttlurnar okkar, þær bara leika úti án þess að mömmur séu með hjartað í lúkunum af hræðslu að það sé að koma bíll. Og stutt að hoppa yfir í kaffibolla þegar ég nenni ekki að drekka hann ein ;) kv HERRA Hildur
Herra Hildur (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 17:58
Hvað segiði hvar á maður að koma í kaffi????
Erla Björk (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 20:09
Þráinn - smá snilld að eiga Hr. Hildi að nýtt líf bara:)
Hildur - ójá er sko gott að vera hér og stutt í félagskap við familiuna, kallinn á næsta bletti líka, og já guð er kona ég er sannfærð:)
Erla - þetta er orðinn þríhyrningur hjá okkur þremur, löbbum bara hringinn og fáum kaffi og með því, allir til allra í kaffi:::)
Móðir, kona, sporðdreki:), 7.7.2009 kl. 20:20
Þið dásamið þetta svo voðalega frænkur mínar að ég er nú bara alvarlega að spá í að flytja þangað til ykkar,, það kemur sko oft fyrir að ég drekk kaffi ein og þá væri fínt að hafa ykkur við hliðina:)
Þið eigið eftir að hafa það svo gott saman þarna*
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 21:11
Líst vel á það, kanski að herra Hildur nálgist þá ullarsokkana í leiðinni:))))
Erla Björk (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.