8.7.2009 | 22:39
Dadíradída
Hvað er títt nokkuð nýtt? Nei hélt ekki bwahahah. Þetta er að verða uppáhaldsstundin mín þegar Katla er sofnuð, ég búin að laga aðeins til hjá mér og get sest niður með kaffibollann minn tja hérna unaður. Katla mín sofnaði nú ekki fyrr en kl 22 þar sem hún sofnaði frekar seint í dag, vorum að brasa með kerruna og sækja drasl á munkann og fórum svo með Hillu og dætrum og fengum okkur pylsu og ís, fer lítið fyrir hollustunni þessa dagana, agalegt.
Verð að fara að drullast til að hreyfa mig aftur, lét Eyþór hafa hlaupabrettið þar sem það hefði aldrei komist hér fyrir því miður, en ætla að fá mér kort á Bjargi og hrista mig þar í vetur. Búin að fá ísskápinn minn og fyrst þegar ég sá hann hugsaði ég bara my gad hvað var ég að kaupa, var SVO skítugur að það var hrottafengið en hann er glæsilegur núna enda var ég 2 tíma að þrífa hann, og hann frystir vel og kælir mjög vel. Fórum í Bóner og keyptum í hann en hann er svo stór að það sést varla að ég hafi keypt í hann, keypti einn poka af frystivöru svona til að frystirinn væri ekki lonely. Pabbi kom svo í dag og sagðist ætla að gefa mér gripinn sem var ekki verra::) Gott að eiga góðan pabba sko...:)
Í tilefni af því hvað ég á góðan pabba skrapp ég í dótabúð til að kaupa sápukúludæmi handa Kötlu og kom með Senseo kaffikönnu úr Heimilistækjum tilbaka, GÓÐUR varð bara að verðlauna mig fyrir föðurinn hahaha góður þannig að núna drekk ég næstbesta kaffið í heimi, besta var úr kaffihúsinu mínu litla:) Hvað með það þó við sveltum svo út mánuðinn ég á kaffikönnu:) Vantar samt enn síma og rúllugardínur sem klárlega verða á fjárhagsáætlun um næstu mánaðarmót Landsmótsgestir og grannar verða bara að fá að njóta þess að sjá mig sveifla mér um íbúðina.
Enn er Valdi kaldi ekki kominn frá Ljósgjafanum til að tengja fyrir mig skjáinn fer nú að senda þeim tóninn ef þeir fara ekki að redda þessu damn. Smiðurinn hringdi svo í gær og sagðist ekki komast strax en ég sagði honum að vera bara spakur og koma þegar hann gæti, gasalega góð hlýt að fá þetta á spottprís fyrir að vera svona agalega þolinmóð :)
Hef ekkert að segja eiginlega nema bara að ég er svo sátt hérna og við allar að það er bara yndislegt, fyllti kerruna áðan af drasli sem ég var búin að henda á pallinn hjá mér, þannig að ég tek kannski rúnt á haugana á morgun með hana, annars er flest klárt nema bara að ég þarf að bora aðeins fyrir einni mynd og síðan að sletta upp nokkrum myndum og stensla hérna á tvo veggi, ætla nú að gera það um helgina en þá er ég ein heima, er reyndar að vinna líka en það er líf eftir vinnuna.
Lilja mín nú fer að verða ræs í kaffi og pallinn, pabbi ætlar reyndar að fara að bera á hann heyrist mér en gerir það vonandi um helgina á meðan litla genið er ekki heima því hún telur sig eiga heima á pallinum...haha
OFURsjúlli kveður sjúklega sætur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.