Í öllum fjölbýlishúsum er ein fílutútta

Og hérna er það ekki undantekning. Setti miða í alla póstkassa í morgun og bað fólk leyfis til að hafa kettina mína, allir voða jákvæðir og fannst bara gaman að því að fá tvo litla kisustráka sem viðbót við lífið í húsinu, NEMA ein kjelling sem sagði að það færi alltaf að leka úr auganu á sér ef hún sæi kött (ok ekki alveg svona) en er með ofnæmi og kallinn hennar og börnin öll og ALLIR held ég sem hún þekkir. Ég sagði henni að þeir kæmi nú aldrei inn í sameignina þannig að það ætti að sleppa en NEI hún vildi enga ketti hér. Svo sá ég soninn hennar knúsast með kött hérna úti og dóttur hennar líka ..... Ég varð þvílíkt reið og grenjaði hérna lá við úr mér augun, þegar ég sá fram á að þurfa að gefa þá eða svæfa og hringdi í Eyþór sem peppaði mig ögn upp. Síðan fann ég klausu í lagabálki sem segir að ég þurfi ekkert hennar leyfi þar sem ég er með sér inngangGrin og má alveg hafa kettina mína, ætla samt til öryggis að kanna þetta 100% áður en ég sæki litlu greyin.  Allavega ég krossa putta. Fékk svo heimsókn hingað áðan frá litlu ketti sem á heima í næstu blokk, hugsa að sú á efstu hæðinni (2 hæðum fyrir ofan mig) hafi farið að hnerra og öll hennar fjölskylda og ekki ætla ég að biðja guð að hjálpa henni og hananú:)

Fórum aðeins að horfa á landsmótsdæmið í dag við Katla og að sjálfsögðu varð fótbolti fyrir valinu, Katla hafði samt ekki eirð í sér lengi og dröslaðist með dúkkuvagninn sinn, sem endaði nú samt með að ég keyrði heim og hélt á stubbnum líka bwahaha. Annars var settur bali út á pall í dag og fylltur af vatni og þar var hún að sulla heillengi eða þar til balinn valt um koll:) En hún hefur tekið alveg hellings lit í dag daman, var svo rosalega þreytt áðan að hún steinsofnaði eiginlega um leið og hún var lögst á koddann. Er svo á leið á morgun á ættarmót með pabba sínum og kemur aftur til mín á sunnudag eða mánudag ekki alveg viss.

Snapshot129Snapshot130Snapshot131

Ég er að fara að vinna á Hlíð í fyrramálið og á sunnudagsmorgun og ef ég hefði munað eftir því að þetta væri landsmótshelgi hefði ég held ég ekki unnið, stemning að fylgjast með þessu. Pabbi er búinn að vera alveg húkkt á vellinum og leggur bílnum hjá Hildi og er svo bara á vellinum góður:)

Ætla að vera rosalega dugleg að klára að gera eitthvað hérna um helgina eftir vinnu og taka aðeins til í geymslunni, kerran er enn full af drasli hérna úti, fer kannski með hana á morgun ef ég nenni hahah. Hugsa að ég eigi alveg efni í aðra kerru:)

Drepast úr hausverk, alveg spurning um að fara að sofa, hef verið undanfarið að dinglast hérna langt fram á kvöld og kannski slæ ég bara met með því að fara að sofa...tja sjáum til

OFURsjúlli kveður  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ótrúleg kona Erna, áttu endalausa orku. Það er gott að ykkur líður el og fyrir öllu að þið séuð sáttar. Hringi þegar ég þarf að taka bílskúrinn í gegn, þú verður nú ekki lengi að hristra ruslið úr honum og gera hann fínan .

Kv. S

stebba (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband