Vinna, þrífa og slappa af:)

Alltaf jafn frábært að koma á Eini/Grenihlíð og vinna:) Finnst þetta svo frábær deild með frábæru starfsfólki, ef ég væri ekki að vinna í heimahjúkrun vildi ég vinna þarna í fullri vinnuInLove Fór strax eftir vinnu og hleypti kisunum inn á munka til að borða og fór svo heim og þreif alla íbúðina, skúraði og svona. Gekk frá drasli sem var inni í herbergi og henti helling, fór með drasl niður í geymslu og henti ýmsu sem ég sá þar að ég myndi aldrei gera neitt við, skipti á rúminu og fór svo og sótti Brynju og Lenu upp í sundlaug. Síðan skellti ég í tvær þvottavélar og eldaði svo dýrindis pastarétt handa okkur mæðgum sem við átum yfir fréttunumW00t Skellti mér svo í heitt og gott bað og lakkaði á mér tásurnar og svona dunderíWizard Aðeins að njóta mín:)

Sit núna og hlusta á Bubba og ét nammi, sem er alls ekki það sem ég ætti að vera að gera:) Ætla að fá mér smá hlaupatúr á morgun eftir vinnu, þýðir ekkert svona hangs, þarf að hreyfa mig finn að skrokkurinn er að byrja að kvarta, skeður um leið og ég hætti að hreyfa mig.

Katla er komin á ættarmótið og í miklum fíling skyldist mér á pabba hennar áðan, allavega var hann í mesta basli við að reyna að koma henni í föt, orkan var alveg að fara með hana, haha litli ormurinn minn sakna hennar samt mikið MIKIÐ, hlakka alltaf til að fá smá frí en svo um leið og hún er farin þá veit ég ekkert hvað ég á af mér að gera, svona er það líklega bara að vera mammaBlush

Ætla núna að leggja mig og horfa á einhverja klassíska mynd ekki búin að velja hana samt en býst fastlega við að það verði annaðhvort Notebook eða Ps I love you.

OFURsjúlli kveður hugsandi  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með íbúðakaupin :)

Kristjana Erna (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband