14.7.2009 | 23:09
Mæðgnakvöld
Og ég fékk það hlutverk að fara á videóleigu og leigja mynd:) Leigði mynd sem heitir Rachel getting married, og almáttugur hún var 113 mínútur og hver mínúta var leiðinleg. Fékk ekki háa einkunn hjá stóra barninu, en nammið og snakkið var fínt Allavega mæli ég ekki með henni.
Brynjan er á leið til Vestmannaeyja á mánudag með frænku sinni henni Telmu að heimsækja frændfólk sitt þar sem hún hittir mjög sjaldan, ákváðu þetta frænkurnar fyrir einhverju síðan og ætla að láta af því verða núna. Verða fram á miðvikudag, gaman að því. Annars var hún að keppa við KA áðan og fór leikurinn 1-1 ekki alveg óskaniðurstaða en svona er það.
Fór í sund með Kötlu í Glerárlaug seinnipartinn og henni varð svo kalt, hún nötraði, laugin alveg ísköld og ekkert mjög spennandi. En ég fór upp úr með hana og dúndraði á hana heitri sturtu og hún rankaði við sér fljótt. Systur og Hildur fóru líka með okkur.
Steikti svo alveg dýrindis kjötbollur og bauð systrum og Hillu í mat en litlu frænkur gerðu lítið annað en að rífast svo heimsóknin varð frekar stutt
Stutt í sumarfrí, bara 3 dagar og er reyndar að vinna kvöldvakt á Hlíð líka á fimmtudag, þannig að ég sé hana Kötlu mína ekkert frá fimmtudegi og til föstudags AFTUR stutt síðan hún var nótt frá mér, en ég finn á henni að hún er orðin pínu þreytt á þessu, hlakka til þegar ég get verið hérna bara í rólegheitum með henni að morgni þó svo að klukkan sé bara 6 eða 7:)
Ætla að reyna að verða mér út um stensla fyrir helgina og stensla á vegginn hér í stofunni og aldrei að vita nema ég haldi upp á sumarfríið með því að dúndra mér í það að klára að mála, þá er það bara frá.
Ætla núna að fara að sofa, drungalegt veður og kalt úti, reyndar ekki svo kalt hér þó svo að slökkt sé á öllum ofnum, enda hitalagnir í húsinu liggja allar undir mínu gólfi, gæti verið sparnaður í því hjá mér:)
OFURsjúlli kveður þreyttur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.