15.7.2009 | 17:44
Skjárinn fjárinn....:)
Vildi ég hefði ekki nema 1/5 af orkunni sem dæturnar mínar hafa. Katla er búin að vera í aksjón í allan dag fyrir utan smá svefn kl 15, hefur reyndar ekki viljað borða neitt af viti, þrátt fyrir að ég bakaði hérna slurk af pönnsum hmm, en kannski vill hún borða bjúgun sem verða á borðum í kvöld
Farin að hlakka óhemju til þess að fara í frí, er eiginlega alveg hætt að nenna að vinna, bara svona mæti af gömlum vana, ekki alveg eins áhugasöm og ég yfirleitt er, merkilegt hvað tilhugsun um frí gerir manni. Liðið mitt búið að knúskyssa mig svoleiðis í vikunni og segjast sakna mín og ég eigi nú að hafa það gott í fríi og svona, gott að vita að þeim er nú ekki sama þessum elskum
Verð að setja í forgang tvennt hér og það er að fá mér sólargluggatjöld og hitt er ný vifta dúdda mía gæti alveg eins sleppt því að hafa viftu eins og þetta kvikindi, öll innréttingin er ein fituklessa eftir að eitthvað hefur verið soðið, DAMN.
Búin að vera að bíða eftir að skjárinn sé tengdur herna hjá mér en svo kom auðvitað í ljós í dag að beiðnin hefði týnst og það tæki líklega einhverja daga að koma því í gang aftur, ætla nú ekkert að öskra af hamingju yfir þessari þjónustu hjá fyrirtækinu. Menn segjast ætla að hringja eftir 10 mín en úr verða 24 klst..kannski að mennirnir ættu að læra á klukku áður en þeir gera eitthvað annað.
Sé ketti hér allt um kring og er alls ekki sátt yfir að svona kúkalabbar skulu vera í mínum stigagangi, í allavega 7 jarðhæðaríbúðum af 16 eru kettir...í öllum húsunum nema þessu, hvernig gat þetta klikkað, er svo fúl og ósátt yfir þessu, en þeir eru enn í góðu yfirlæti á munkanum en ég hef lítið gaman af þeim þar...mig langar að grenja en er búin með þann kvóta í bili..krossa bara putta og vona að bæjarlögmaður fari að svara nú eða einhver góðhjartaður vilji taka þá í fóstur..ekki mjög líklegt.
Ætla að fara að lita með litla geninu mínu og þarf örugglega að teikna Óla prik í massavís, annars er stefnt á kleinugerð hér um helgina ef veðrið verður eins úldið og það hefur verið í dag og í gær......
OFURsjúlli kveður algjörlega steiktur....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.