Sumarfrí!!!

Þá er ég komin í hið langþráða sumarfrí og held upp á það með því að berjast við að halda mér vakandi haha er orðin ógeðslega þreytt en ég gef mig ekki er nebbilega í sumarfríiHappy Held samt að ég fari að hrúgast inní rúm þarf að vakna að öllum líkindum snemma í fyrramálið, nema að hún sofi lengur en venjulega litla genið þar sem hún sofnaði ekki fyrr en rúmlega tíu:)

Búin að vera að stappa við að fá skjáinn en hefur enn ekki virkað, svo benda allir aðilar hver á annan og segja það hinum að kenna, þoli ekki svona, svo ætlaði drengurinn að hringja í dag bara eftir nokkrar mínútur eins og svo oft áður en auðvitað hringdi hann ekkert...DÖH og hann er Húari, eru þeir ekki svo pottþéttir upp til hópa hvernig er það.

Fór í vinnuna með bakkelsi, vorum tvær að hætta og sameinuðumst í góðgætisferð í bakaríið:) Bara gott. Ét allan sólarhringinn þessa dagana, verð að hætta, reyndi þó að vega aðeins upp á móti þessu og joggaði aðeins eftir hádegið með Kötlu í kerrunni en það var frekar lítið, ætla á morgun aftur og næsta og næsta.

Annars ætlum við pabbi að fara á Ólafsfjörð á mánudag eða þriðjudag, hann ætlar að fara og kaupa legstein á leiðið hjá afa og ömmu, voru alltaf krossar en þeir hafa horfið í snjónum, þannig að nú er ekkert þar, ætlum að kíkja á úrvalið, kannski sé ég stein á mömmu leiði í leiðinni, vil fara að koma honum niður, fer nú að styttast í sumrinu þannig að ekki seinna vænna ef á að gera það...held að ef svona hlutir dragist of lengi þá verða þeir ekkert gerðir og það væri ömurlegt.

Brynja er að fara suður á sunnudag með rútunni og flýgur svo til Eyja á mánudag með frænku sinni:) Brjálað alltaf að gera hjá gellunni, vann hellings yfirvinnu í dag til að bæta aðeins upp kaupið því hún fékk frí í 3 daga þessi elska. Ekkert smá dýrt að fara svona 30 þús bara ferðirnar. Er bara orðið eins og fargjaldið var til útlanda áður en hrunið varð.  Dúddamía.

Búið að borga staðfestingargjaldið í MA þannig að hún er klár í þann skóla, ótrúlegt að hún sé á leið í framhaldsskóla, maður er að eldast::) En hún er hrikalega dugleg stelpa og á eftir að brillera::) Ánægð með mitt fólk sko

Dró fram hekludótið mitt og heklaði smá, síðan er ég búin að þrífa smá hér, fá kött í heimsókn og vona að kellingin á efri hæðinni geti ekki sofið fyrir ofnæmi ( illa upp alin ég veit). verst hún er held ég ekki heima...

Best að fara að leggja augun aftur og vona að genið mitt sofi til kl tja allavega 7.30 gerði það í morgun hjá pabba sínum þannig að ég held í smá von

OFURsjúlli kveður í sumarfríiWizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Pétursdóttir

Eigðu gott sumarfrí  og njóttu þín vel  ! kv, Kolbrún Pé.

Kolbrún Pétursdóttir, 18.7.2009 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband