Dýrðlegur dagur í Smáranum í dag:)

Við mæðgur vorum eins og venjulega komnar á lappirnar eldsnemma í morgun eða um kl 7, gáfumst upp á inniverunni fljótlega og fórum í göngutúr að kíkja á blóm og fugla hér í nágrenninu. Komum svo við hjá Hildi og fengum heitt kakó og kleinur, renndum svo og kíktum á einn sveitamarkað og þar fílaði Katla sig í ræmur, fann skítahaug með fullt af leikföngum og var þar eiginlega allan tímann:) Keypti mér einn geggjaðan jóladúk, eina bók og eina dúkku handa Kötlu:)  Bókin heitir "Katla gerir uppreisn" á nefnilega sjálf 2 bækur um Kötlu síðan ég var lítil:::)

Síðan eftir hádegið bökuðum við vöfflur með rjóma og sultu og buðum familiunni í kaffi, og rukum svo í annan göngutúr, ekkert gefið eftir. Þvoðum svo rúðurnar og pallinn og þetta fannst Kötlu ekki leiðinlegt að brasast við, enduðum svo daginn á því að fara og borða hjá Hildi, nennti engan veginn að elda handa okkur tveimur þar sem Brynja fór í afmæli:) En þetta var góður dagur með fallegu veðri og nóg að gera...

Sit hérna og er að berjast við að reyna að muna hvernig ég á að hekla þetta blessaða rúmteppi sem ég var byrjuð á fyrir löngu síðan, en er held ég að átta mig á því, borgar sig ekki að láta líða of langt á milli þannig að núna ætla ég bara að klára það, hmm er samt bara komin með held ég 20 af 100:) En það mjakast.

Leiðinlegt í tv eins og venjulega og það sem ekki er leiðinlegt er ég búin að sjá, nenni ekki að standa upp til þess að setja einhvern disk í, fer að styttast í að ég fari að lummast inn í rúm og sofa í hausinn á mér. Katla búin x 2 í dag að segja að sér sé svo illt í höfðinu og sefur eitthvað órólega núna, vona að hún sé ekki að veikjast, er ekki með hita eða neitt svoleiðis, bara röflar stöðugt upp úr svefni...

Ætla annaðkvöld að henda mér í að mála eitthvað af því sem ég á eftir að mála, verð hvort eð er bara ein heima með Kötlu og hef lítið annað betra að gera held ég. Verð eldsnögg að þessu og get þá líka farið að dúndra upp þeim myndum sem ég ætla að setja upp.

Best að halda áfram að hekla þetta gerist ekki af sjálfu sér

OFURsjúlli kveður í fanta stuði 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband