20.7.2009 | 22:33
Aldrei skal ég vinna sem málari
Valdi kaldi með kúk í haldi frá Ljósgjafanum kom í morgun og tróð skjánum inn hjá mér og var ekki lengi að því kallinn:), ég nottlega hef engan tíma haft til þess að skanna þetta ennþá en Katla var búin aðeins að kíkja á barnaefnið, ekki nema 5 barnastöðvar en hún er mjög sérvitur og vildi ekki horfa á neina, endaði á einhverri dýralífsrás:)
Er núna að bíða eftir því að fjandans loftið í eldhúsinu þorni svo ég geti rokið aðra umferð yfir það, er s.s. að mála það og það er nú aldeilis ekkert djók að mála þetta óhræsi. Er viður með svona skurðum og dæmi í hefði ekki verið málið ef þetta hefði nú getað verið bara slétt loft, en nei. Dúddamía og ég á annað eftir á ganginum, ætla samt ekki í það í kvöld, oneinei. Bara seinna:)
Ætlaði að vera rosalega dugleg að mála í gærkvöldi og svæfði Kötlu og vaknaði svo sjálf kl hálfeitt haha fór þá fram og gerði eitt og annað en sofnaði ekki fyrr en að verða 3 og vöknuð eins og klukka korter í sjö...maður hefur greinilega verið þreyttur en samt ekki.
Ég eignaðist tvær rósir með íbúðinni minni á s..s pínulítinn garð undir eldhúsglugganum mínum og ég ætla sko að setja fleiri rósir í hann, vinkonu minni henni Gígju (80 ára vinkona sem býr hér) til mikillar gleði, jájá, er strax farin að vingast við fólkið í húsinu og það allt svona það elsta:) Gaman að því.
Fórum svo í bæinn aðeins seinnipartinn með Hildi og ég keypti mér expresso dæmi í Senseo vélina mína og mmmmm loksins almennilegt kaffi, enda búin með tvo núna sl hálftíma verð að halda mér vakandi þetta loft skal klárast í kvöld hvað sem tautar og raular.... ja´ja´
OFURsjúlli kveður alveg að fara á límingum....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
fær maður ekki svona fyrir og eftir myndir af dugnaðinum :)
svava (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.