22.7.2009 | 19:24
Mislukkað kvendýr sem býr í Smáranum:)
Seint verð ég talin vitur manneskja en vanviti hélt ég að ég yrði seint kölluð en ég ætla að gefa mér þá nafnagift núna. Var að vaska upp áðan og í djúpum þönkum þegar ég ætlaði svo að fara að fá mér aftur sápu í burstann sá ég hvergi sápubrúsann, jújú mín svona mikil húsmóðir var búin að þvo brúsakvikindið svona vel að utan og planta honum innan um hitt leirtauið..tja maður getur alls ekki talist vera í lagi
Við pabbi brunuðum á Ólafsfjörð í morgun í fallegu veðri. Vorum svo komin inn í göngin og veltum fyrir okkur LENGI tökum eftir, hvað ljósin lýstu illa og skyggni væri lélegt inni í göngunum, dúddamía vorum bæði með þeldökk sólgleraugu:) Fórum svo og skoðuðum steinana, alveg heljarmyndarlegur maður sem sýndi okkur þá bwahaha en ekki það að ég hafi ætlað að kaupa hann til eins eða neins, en maður má nú njóta með augunum Sáum mikð af fallegum steinum og ég sá helling af steinum sem mér líst vel á á leiðið hennar mömmu, en það er næstum 2 mánaða afgreiðslutími á þeim þannig að við erum á síðustu metrunum að ná því fyrir haustið en verðum að sjá til hvort liðið hefur tíma, vona það nú, kannski þyrftum við að fara aftur á Ólafsfjörð og LILJA HRUND ég býð þér með til að kíkja á augnakonfektinu BWAHAHAHA neinei þetta er nú bara djók sko...
Var verið að úða fyrir roðamaur í kringum húsið en ég er búin að eiga einhverja nokkra tugi gæludýra af þeim stofni, en núna eru þeir vonandi dauðir eða allavega í dauðateygjunum. Skrýtin lyktin er eins og gömul hlandlykt af þessu eitri sem er notað, fékk flog hérna í dag þegar ég fann þessa undarlegu lykt og leitaði um allt að einhverjum hlandpolli en fattaði svo að þetta var úti líka og fyrir framan húsið og ég veit ekki hvað og hvað...
Best að fara að leggjast og horfa á tv þar til Brynjan mín dettur í hús en hún kemur um kl hálfníu...
OFURsjúlli kveður algerlega á röngunni í dag
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
ó ég kem með..trúðu mér:)
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.