Dugleg.is eða mér finnst það

Þá er maður aleinn í kotinu, Brynja skellti sér í dag með Telmu vinkonu sinni á Mærudaga á Húsavík, ætla að gista hjá Lilju Hrund og svo kannski í tjaldi hjá Mása bró annaðkvöld, en það fer eftir veðri og vindum:) Katla fór til pabba síns og ætlar að vera hjá honum allavega í nótt, en svo kemur hún líklega en við sjáum bara til hvernig það verður. Ég ákvað að dúndra mér í að mála ganginn og gerði það, braut niður mjög vel límdan spegil, setti á mig snjógleraugun hennar Brynju og þykka vettlinga, reif upp hamar og spaðakvikindi og rústaði þessum hrylling, tók líka niður einhverja hillu sem þau hér notuðu sem sæti fyrir krakkana í forstofunni en fór bara í taugarnar á mér þannig að ég fékk borvélina hjá Eyþóri og reddaði þessu:) DUGLEG mér finnst það allavega og er rífandi montin, skaust svo á milli og hjálpaði Hildi með ísskápinn sinn nýja of fína. Geymdi loftið í ganginum hafði bara ekki orku í meira en mikið svakalega er ég ánægð með þetta allt saman.

Síðan er ég búin að ákveða fyrir gluggana mína, ætla að fá mér svona sandblásna filmu í eldhúsgluggann bara til hálfs, eru svona pálmatré og fiðrildi á henni, síðan í endagluggann í stofunni ætla ég að setja í allan gluggann mjög flotta mynd af sól og öndum og blómum og ég veit ekki hvað og hvað, fæ þetta líklega á þriðjudag og kom mér mjög á óvart hvað þetta er ódýrt, læt gera þetta á gömlu Hú, ætla svo að fá mér sólargluggatjöld líka, á bara eftir að taka málin og senda kallinum sem ætlaði að segja mér einhverja góða tölu :)

Þannig að þetta er allt að koma, ætla svo niður í litaland á morgun að skoða hugmyndir hérna að einhverju stensladæmi veit ekki alveg hvernig ég á að hafa það....en kemur í ljós, finnst eitthvað vanta hérna en átti mig ekki alveg á hvað það er. Líklega bara myndirnar af stelpunum mínum og familiunni í heild upp á vegg, hef bara ekki fundið ramma sem mig langar í.

En hvað um það, skrapp aðeins í bæinn með pabba í dag og versla smotterí með kallinum, kíktum á skemmtiferðaskipið í leiðinni, aðeins dáldið stórt skip, dúddamía, myndi ég nenna að fara á svona skipi, myndi frekar vilja fara bara til einhvers lands og vera þar í þann tíma sem það tekur að sigla um á skipi hef aldrei skilið fólk sem nennir þessu en sem betur fer eru ekki allir eins.  Fórum upp í Kjarna í morgun, mæðgurnar þrjár og Ragnhildur, Brynja skokkaði 2 hringi á meðan við dingluðum okkur og ég sýndi takta í aparólunni haaha aðallega aumingjatakta. Ég ætla að vera dugleg og fara og hlaupa á morgun verð að byrja aftur.

Síðan er ég að selja borðstofuborðið mitt er alltof stórt hérna inn, og kemur kona frá Blönduósi á morgun að sækja það, vona að hún standi allavega við það, þá ætla ég að fara upp í RL og fá mér borð og stóla meira að segja búin að finna það:)

Best að góna bara á tv í dulitla stund

OFURsjúlli kveður þreyttur 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband