26.7.2009 | 09:32
Helgin búin
Litla genið mitt svaf svona eins og engill í nótt, svaf eitthvað lítið hjá pabba sínum nóttina áður. Sofnaði aðeins í gærdag kannski hálftíma og svo á eðlilegum tíma í gærkvöld. Er í banastuði búin að vera í allan morgun, er núna að setja dúka (eldhúspappírsbréf) á allt og er að undirbúa veislu fyrir dýrin sín og bangsa. Já alltaf brjálað að gera, veislumaturinn er cocopuffs og vatn ekki af verri endanum Borðaði vel í morgun af hafragraut með rúsínum og lýsið sitt og sýnist mér hún vera að verða nokkuð lík sjálfri sér, búin að vera lystarlaus í nokkra daga og með í maganum en nú er það búið held ég.
Fórum á rúntinn í gærkvöldi og skoðuðum regnbogann og skemmtiferðaskipið og fleira, rigndi ekkert smá mikið, ég flogaði út og kippti kerrunni inn og var hún þá samstundið notuð í leik, farin að búa sér til þvílíkustu leikritin hérna sjálf. Svolítið óöryggi enn í henni varðandi þetta íbúðasplitt, talar um mömmu hús, þekkir munkann betur þannig að það er ekkert mikið talað um það. Reynum að hafa það þannig að pabbi hennar hitti hana eitthvað alla daga þrátt fyrir mikið vinnuálag hjá honum, gott fyrir hana líka að finna að hann getur komið hér án þess að vera bara að sækja hana..þetta verður ágætt, nauðsynlegt að gefa þessu bara tíma, börn eru ótrúleg að finna hluti á sér og þurfa að venjast hlutunum eins og við.
Frekar kalt hér í dag eða í kringum 8°C, talaði við Brynju í gær og voru þær að koma tjaldinu upp í garðinum hans Mása, spurning svo hversu lengi þær hafi enst þar í því úrhelli sem var í gær:) Konan á Blönduósi kemur í dag, ætlaði að koma í gær en þau frestuðu ferðinni:)
Segi gott að sinni
OFURsjúlli kveður kaldur á því
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.