Börn eru líka hálfvitar segja hálfvitarnir...en bara hálf - vitar meikar það sens

Ekkert verið að sofa neitt út á þessu heimili þrátt fyrir sumarfrí, vorum komnar hérna fram um kl 7 og bara í banastuði, eins gott að mamman er frekar morgunhress. Búnar að borða hafragrautinn okkar og erum núna að horfa og hanga í tölvunni.

Er að bíða eftir því að RL búðin opni þar sem ég seldi borðstofuborðið mitt í gær og ætla að kaupa mér eitthvað nettara í RL:) Fæ líklega sandblásnu filmuna fyrir gluggana í dag, allavega á morgun þannig að ég get dundað mér við það í kvöld /annaðkvöld að setja þetta upp, á víst að vera mjög lítið mál skilst mér. 

Ætla í vikunni að renna fram í Holtasel eða hvað það heitir sem framleiðir ís hérna inni í Eyjafirði, reyna að gera eitthvað af viti áður en krílið mitt fer aftur á Holtakotið sitt en hún byrjar aftur 4 ágúst, hlakka til þegar fer að komast á rútína.

Hef alltaf sagt að rútína sé góð fyrir börn sem sýnir sig best þegar leikskólar hætta, þá ruglast allt og börnin verða ómögleg nema hjá okkur Kötlu þar sem við sofnum á sama tíma og venjulega og vöknum líka á sama tíma og venjulega, en maður finnur að það þarf að vera nóg að gera hjá henni til að hún sé sátt, er orðin mjög dugleg að finna sér eitthvað að gera og getur verið endalaust í leik með dúkkunum sínum, gefa þeim kaffi og fleira. Fór í gær og ætlaði að kaupa handa henni einhver leikföng þar sem hún er komin með leið á þessu rusli sem hún á, en vá hvað allt er hrottalega dýrt, keypti samt handa henni svona risastórar perlur til að perla og síðan straujar maður þetta, en ætla að panta úr Ikea handa henni svona málaratrönur og liti og svona dudderí kostar minnst þar, sambærilegt í Toys&R kostar 9 þús, en í Ikea um 4 þús. 

Brynja kom heim í gær voða kát, fannst þetta mjög gaman, hitti fullt af fólki og bara stuð út í eitt. Takk Mási og co og Lilja::) Fannst ekkert mjög kalt að gista í tjaldinu, bara stemmari.  Var allavega gott að fá hana heim, svo er leikur hjá henni á Þriðjudag og vonandi útileikur, finnst merkilegt að þær hafa held ég aldrei leikið heimaleik annarsstaðar en í Boganum í sumar, alltaf lendir á þeirra flokki að spila inni..dúddamía. En ætla að fara og horfa ef hann verður úti, nenni ekki að hanga inni í þessum boga nóg að hanga þar allan veturinn.

Best að fara að troða sér og litla geni í föt

OFURsjúlli kveður í sumarfríi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband