28.7.2009 | 17:24
Lífið í Smáranum á þriðjudegi
Komin með nýtt eldhúsborð og fær RL nú ekki alveg 100% meðmæli lengur hvað verð varðar. Miðað við að maður er marga klukkutíma, ásamt því að þurfa yfirleitt að kaupa aukaskrúfur til að draslið tolli nú þá er verðið orðið mjög hátt, vill að það fylgi með karlmaður/kvenmaður heim til að setja þetta saman, ætla ekki að lýsa því hversu nálægt ég var því í gær að henda borðinu í hausinn á þeim aftur, en fór út í Bykó og keypti ógnarfeitar skrúfur og massaði þeim í og vona bara að engum detti í hug að kíkja undir borðið::) Már þú sleppir því Annars mjög ánægð með það viðarborð á stálfótum og hvítir stólar í stíl með stálfótum:)
Fékk svo sandblásnu filmurnar mínar í dag og get ekki beðið eftir að fara að klambra þeim upp, en það er meira en "lítið mál" en svona aðallega vandaverk þar sem rúðan þarf að vera mjög hrein, búin að pússa hana og yfirfara með rúðusköfu og pússa aftur og enn, síðan eru einhverjar tilfæringar við þetta og þarf svo að þorna á glugganum í 24-48 klst en verður ábyggilega ógeðslega flott þegar þetta er komið á. Brynja ætlar að hjálpa mér í kvöld svona tja ef ég sofna ekki eins og í gærkvöldi, kemur á óvart hahah
Katla er á fullu hérna í dúkkuleik, búin að draga alla dúka sem hún fann í dúkkuleikinn og ræðir hér við dúkkurnar með orðum eins og "geggjað" "frábært" "já sæll" og fleiri gullmolum sem hún hefur heyrt mig eða aðra segja.
Erum svo að fara að horfa á Brynju spila einn leik á móti FH en endumst nú ábyggilega ekki allan leikinn en við sjáum til, aldrei að vita hversu spræk hún verður. Svaf nú ekki fyrr en rúmlega kl 15 og var svo vakin kl 15.30 og vona að hún sofni ekki mjög seint í kvöld.
Ragnhildur Sól litla frænkan mín veiktist skyndilega í gærkvöldi og þegar mamma hennar talaði við lækni á HAK vildi hann strax fá hana í svínaflensutest sem var og gert og beðið niðurstöðu en hún á að fylgja þeim reglum sem hafa verið gefnar út þangað til niðurstaða kemur. Held það sé best að fá hana núna ef maður á að fá hana, hún er tiltölulega væg núna en gæti orðið verri með haustinu....
Svona er lífið á eyrinni í dag, vika í leikskólann, enda spurði Katla í morgun þegar við fórum í göngutúr hvort við værum að fara í holtakot, þannig að líklega verðum við báðar fegnar þegar hann byrjar, þó svo að þetta sé óskaplega huggulegt að vera svona saman í fríi og gera bara það sem okkur dettur í hug. Núna erum við að hlusta á útvarp Latabæ og hún dansar um með dúkkurnar og bara gaman, leiðinda veður en létum okkur samt hafa það að skreppa út í góðan spássara í morgun í rigningunni bara hressandi.
OFURsjúlli kveður býsna jákvæður í dag
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Góðan daginn frú Erna, það er eins gott að þar eru 24 tímar í sólahringnum hjá þér (og fleirum) miðað við dugnað/framkvæmdir. Hvaðan færð þú alla þessa orku ? ég bara spyr ! Hafðu það sem best. kv úr rigningu og kulda, Kolbrún Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 29.7.2009 kl. 10:20
Blessuð Kolbrún:)
Varðandi orkuna já hmm skal viðurkenna að ég á það til að vera svolítið ofvirk en kann líka að setjast niður og gera ekkert, bara sjaldan sem ég nenni því::) Gaman að sjá að þú fylgist með síðunni minni, vil að þið hinar farið nú að blogga aftur, svo gaman að taka morgunkaffirúntinn á síðurnar ykkar:::) Hafðu það sem best einnig úr kulda og rigningu...Erna
Móðir, kona, sporðdreki:), 29.7.2009 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.