29.7.2009 | 11:52
Hvað á maður að gera, segja eða ekki...
Eyþór kom og sótti litla genið í morgun, vorum reyndar enn á brókinni þegar hann hringdi, en ég rétt náði að skjóta mér í föt og var að byrja að troða Kötlu í þegar hann kom Er núna hjá Hildi að passa litla "kannski" svínaflensukrílið hana Ragnhildi, ekki mikið að passa bara vera hjá henni og röfla aðeins í henni:) Hún er enn með hita en nokkuð hress að öðru leyti. Eitt tilfelli svínaflensu var að greinast á gömlu Húsó. Núna fer þetta að skella á með krafti held ég sleppi samt, enda á ég grímur í tonnatali í töskunni minni, gera líklega ekki mikið gagn þar Er samt spennt að fara að takast á við þetta þegar ég fer að vinna loksins eitthvað aksjón í Heimahjúkrun ekki að ég óski neinum þess að fá þetta en spennó fyrir mig
Setti sandblástursfilmurnar í gluggana hjá mér i gærkvöldi, reyndar var önnur aðeins gölluð komin frá þeim þarna sem seldu mér, en þetta er í lagi, samt ekki eins flott og ég vildi það væri, mjög ánægð með eldhúsið en ekki eins með þá sem er í stofunni en samt þetta er kúl. Fór svo í Litaland áðan til að skoða og dúddamía þvílíkt mikið þannig að ég fékk valkvíða.is og fór út en held ég viti hvað ég vil, verð bara að fara heim fyrst og reyna að sjá það fyrir mér á veggnum. Síðan þarf ég að ná í Árna smið og Rafmenn og Sólstef og og og og og og......láta skoða bílinn:)
Brynja og co töpuðu í gær en svona er þessi leikur bara 5-2 DAMN, Katla entist ekki lengi þannig að við fórum bara í Bónus og versluðum í kvöldmatinn, Brynja kom svo heim með alla búningana og ég hertók þvottaherbergið niðri undir Þórstreyjur og þarf að fara bráðum heim og brjóta saman og henda í töskuna svo Brynja geti tekið það með sér á æfingu á eftir.
Hvað get ég meira sagt, furðulegt ef ég er að verða kjaftstopp það getur bara ekki verið...er í miklum pælingum langar svo að læra eitthvað meira, er enn að velta fyrir mér hvort ég eigi að drífa mig í eitthvað, ekki hjúkkuna samt, væri til í að taka bráðaliðann eða sjúkraflutningsdæmið en hentar illa með Kötlu svona litla..kannski gæti ég eins og ég hef svo sem velt fyrir mér áður, klárað stúdentinn á ekki mikið eftir og þá kannski er Katla orðin ögn eldri en í dag og þá gæti ég kannski farið í eitthvað meira....svo kannski er bara ágætt að slappa af og gera EKKERT nema að vinna eins og í einn vetur til tilbreytingar, gæti þá kannski sótt einhver námskeið tengd sjúkraliðanum. Tja hérna maður getur fengið svínaflensuna af því að pæla svona mikið held ég:::)
OFURsjúlli kveður á leið að verða að svínafleski
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.