1.8.2009 | 14:20
Versló spersló
Þegar ég kom fram í morgun, biðu mín tvö umslög á eldhúsborðinu og á því minna stóð að ég ætti að skoða þau með fyrsta kaffibolla morgunsins og ég hlýddi því auðvitað. Var svona "til hamingju með nýja heimilið". Síðan bara stóð að ég væri besta mamman og ætti þetta skilið fyrir að vera búin að flytja og græja heimilið okkar...eitthvað svona upplífgandi, sætar stelpur sem ég á. Gjafakort í Jöru upp á fótsnyrtingu eða eitthvað annað:) Krúttlegt.....
Ætla að gerast lögbrjótur á eftir og fara og sækja kettina mína, kemur svo bara í ljós hvaða afleiðingar það hefur, fór og keypti mat handa þeim og ormalyf og ólar, fann allt í einu í gærkvöldi hvað það var sem vantaði hérna á heimilið og það voru þeir. Er ábygglega talin geðveik af mörgum af því að þetta eru "bara" dýr en þetta eru dýrin mín og ég fékk mér þá til að eiga þá þar til þeirra líf er búið en ekki að láta svæfa þá enda geri ég það bara ekki...kemur svo bara í ljós hvort einhver áttar sig á því að þeir eru hér, hvort sem er alltaf kettir hérna í heimsókn hjá mér
Fór í göngutúr í morgun með Kötlu og kom við hjá Hildi og tók Sólarsystur með mér, var nú ekki lengi einhverjar 25 mín en það er nú alltaf það. Fórum svo og fjárfestum okkur í nýjum viftum við systur spurning hvort maður komi þeim upp haha bara gaman að því:) Keypti mér líka 2 sæta rauða blómapotta undir blómin sem fyrrverandi gaf mér þegar ég flutti:) Keypti mér í Litalandi í gær blóm til að líma á vegginn og það er svo flott og kemur ógeðslega vel út finnst mér:) Setti þrjú á vegg í stofunni og 2 á ganginn eru um meter á hæð:) Geggjað eða mér finnst það:)
Elín sys og Viddi búin að boða komu sína best að fara aðeins að snyrta til hérna, ekki að það sé allt í drasli en smá svona þvottur hér og drasl þar
OFURsjúlli kveður brasandi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.