dagsins í dag er þessi....

Mikið er ég þreytt eftir að gera eiginlega ekkert, en það getur víst valdið þreytu líka...

Viðar og Elín komu hérna eftir hádegið og gáfu mér eitt stykki þráðlausan síma, þannig að núna er hægt að hringja í mig í heimasímann minn dúdddddduiii. Jájá þannig er það. Síðan sneri Viðar við hurðunum á ísskápnum þannig að nú opnast þetta allt í rétta átt. Skellti í nokkrar pönnsur og pabbi droppaði inn til að snæða þær og hitta hjúin af Hú. Síðan pöntuðum við pizzu í boði Vidda og höfðum það bara nokkuð huggó, þau fóru svo í bæinn kl 21 og ætluðu svo að renna beina leið heim eftir það.

Er að spá í að henda viftunni minni upp á morgun held það sé ekkert stórmál, kemur þá bara í ljós hvort hún kemst upp eða ekki bwahaha verð þá bara viftulaus í einhvern tíma, munar engu hvort sem er, hún virkar svo lítið þessi:)

Sótti kisurnar mínar áðan, þær voru voðalega órólegar fyrst skiljanlega, hlupu hér um allt og tékkuðu á útgönguleiðum, Ronaldó var algjörlega ómöglegur en Snúður nokkuð spakur, farnir að sofa núna inni hjá Brynju, eftir að hafa étið óhemju mikið magn af kattarmat. Gaf þeim ormalyfið og ætla svo að kemba þá rösklega á morgun...fá að fara út á pallinn í fyrramálið til að kanna aðstæður, kemur svo bara íljós hvort þeir skili sér tilbaka eða ekki:) Líður svo vel að þeir séu komnir, þó svo að þeir séu orðnir pínu hvekktir á því að vera svona mikið einir greyin:)

Brynja ætlaði í bæinn og bíður og bíður og bíður eftir einhverju gengi sem ætlaði að sækja hana fyrir eiginlega doldið löngu síðan hlýtur að fara að koma að því að þetta komi. Heyrist á henni að hún sé að verða pínu pirruð enda ekki skrýtið, eins og mamman þolir ekki að bíða eftir fólki:)

Ömurlegt í tv eins og venjulega og þess vegna ætla ég að fara að lulla mér bara

OFURsjúlli kveður... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband