Mér finnst rigningin góð tralalalalla

Enn einn rigningardagurinn, ég að byrja 3 viku í fríi og það haugrignir eins og flesta hina dagana sem ég er búin að vera í fríi, ekki komið neinn svona afgerandi góður síðan ég fór í frí en það kemur að því fljótlega skilst mérLoL

Katla byrjar á Holtakoti núna, finnst svo kósý samt að vakna svona með henni á morgnana og knúsa hana og dingla okkur en rútínan verður góð fyrir hana, fer vonandi að borða líka betur er voðalega löt að borða hérna heima enda er ég viss um að hún hefur lést eitthvað allavega finnst mér hún léttari að lyfta.  Hún er mikið glöð að vera búin að fá kettina og notar Snúð óspart í leikina sína, honum er bara illa við það og felur sig yfirleitt undir sófa, enda er hún að reyna að gefa honum pela, breiða ofaná hann sæng ofl...

Voru frekar slappir greyin í gær þar sem ég gaf þeim kröftugan skammt af ormalyfi og voru bara inni, svo stakk Ronaldo sér út í gærkvöldi og hefur ekki sést síðan, vona að hann skili sér, vill frekar vera úti á nóttunni þannig að ég þarf að passa að loka allsstaðar svo hann komist ekki út. Snúður er svo penn á því að hann getur greinilega ekki drullað nema heima hjá sér, fór út, kemur svo á spíttinu inn, inn í geymslu og drullaði í kassann sinn og svo út aftur, dúddamía....en svona er þetta

Brynjan skrapp á ball með Páli óSkari í gærkvöldi og sefur, átti að vekja hana á milli 12 og 13. Skruppum aðeins í miðbæinn í gær að fá okkur bakarísbrauð hjá Telmu og skoða markaðinn á ráðhústorgi og útsölur í búðum, Brynja fékk sér skó og sætan puma jakka sem var reyndar ekki á útsölu, er oft þannig að maður sér eitthvað geggjað og það er ekki á útsölu.

Gat nú ekki annað en flissað yfir flugeldasýningunni hérna á Akureyrarvelli, undanfarin góðærisár þá hefur þetta verið bara heljar sýning, það komu 3-4 bombur sem voru bara normal, einhverjir pólverjar hérna í blokkinni á bakvið misskildu málið og héldu greinilega að nú væri annar í áramótum og fóru að sprengja kínverja, kveiktu í og hentu þeim fram af svölunum hjá sér, skemmtu sér konunglega þangað til að það fór á svalirnar fyrir neðan þá hurfu þeir bara inn til sín og slökktu ljósinWizard

Ágætt að þessi helgi er að baki, spurning hvort eitthvað verði hringt af Hlíð til að bjóða mér vinnu í ágúst, mér veitti svo sem ekki af því, þangað til að ég fæ aukninguna í heimahjúkrun..það er allt að hækka svo klikkaðslega mikið..hvar endar þetta. 

OFURsjúlli kveður enn í sumarfríi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband