7.8.2009 | 23:32
Á maður ekki bara að fara að sofa
Merkilegt maður hefur ekkert að gera á kvöldin, eiginlega bara svona hangir en að maður fari að sofa...NEI svo er maður hissa þegar litla genið vaknar hvað maður er þreyttur..
Annars er ég búin að afreka ýmislegt í dag, þrífa, versla, bera á pallinn minn, þvo helling af þvotti, síðan komu Viðar og Elín og Viðar grýtti niður gömlu úldnu viftunni og kom með hina en það vantaði einhverja plötu þannig að hann ætlar að ganga frá því á miðvikudaginn þegar hann kemur í land. Nema ég verði rosalega svöl og verði búin að því tja hvað veit maður.
Eyþór kom með stólinn hjá hjólið í dag og setti ég hann á hjólið mitt, tókst reyndar í fyrstu tilraun að setja hann vitlaust á en síðan kom það og ætlum við mæðgur í hjólatúr í fyrramálið að kanna hvort þetta virki ekki. Verður snilld.
Ekki skilar hinn kisinn sér heim komnir 5 dagar síðan hann ákvað að yfirgefa fjölskylduna en ég hef ekki gefið upp alla von enn, hann kemur. Hinn er hinn rólegasti og sefur aðallega bara. Þegar Katla er heima þá sefur hann alltaf undir sófa því hún er frekar svona harðhent, en heldur samt að hún sé voðalega góð en eitthvað er málið misskilið..haha
Búin að vera á útopnu síðan ég sótti hana í dag og ætlaði sko ekkert að fara að sofa, svoleiðis stuðið á henni og náði meira að segja Viðari í það að teikna með sér sem mér skildist á eiginkonunni að það hefði bara eiginlega "aldrei" gerst haha, kann að vefja fólki um fingur sér.
Hvað er málið eiginlega með sjónvarpið um helgar er ekki alveg að skilja það, á skjá einum er verið að sýna frá snókermóti ábyggilega eldgömlu, á eitt er einhver frekar leiðinleg mynd allavega hef ég ekki mikið nennt að horf aá hana þar sem hún hefur ekki vakið áhuga..dúddamía.
OFURsjúlli kveður úldinn á föstudagskvöldi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.